27.12.2007 | 21:53
Ekkert mál fyrir Jón Pál!
Horfði á þessa mynd í dag.
Þessi mynd er æðisleg, vel gerð og unnin.
Sýnir manninn Jón Pál, bæði út á við, inn á við og kosti og galla.
Undir það síðasta var hún orðin þriggja vasaklúta. Skil núna það sem ég heyrði eftir að hún var sýnd í í bíó að snökkt heyrðist frá áhorfendum.
Skildi það í raun í dag hvers lags harmdauði maðurinn var sínum nánustu og landsmönnum í rauninni.
Klapp fyrir þér Hjalti (klappa þér á bakið næst þegar ég sé þig) og klapp fyrir fjölskylduna að eiga góðar minningar um svona frábæran mann.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.