Amma mín.......

                                                Amma mín var mögnuð kona. Átti átta börn og afaauja ammaSmile.

 Ég gerði hana að langömmu, sem henni fannst "hræðilegt". Var alltof ung fyrir svona stóran titil!!

Hún talaði hátt og mikið.. og var alltaf á ferðinni.

Sem krakki man ég eftir því hvað hún var alltaf mjúk í framan, en hrukkurnar gerðu hana þannig fannst mér.  

Hún kom mér upp á bragðið með að veiða.  En veiðistöngin hefur verið ósnert í 8 ár.

 Hún var gull og grjót. Eins og ritað var um hana.

Henni fannst afskaplega gaman að skemmta sér og vera í kringum fólk.

Hún var sannur Sjálfstæðismaður...................

og var því við hæfi að hún veldi afmælisdag foringjans til að kveðja þetta líf eftir hörð en stutt veikindi.

Söknuðurinn er alltaf til staðar, sérstaklega á þessum tíma, í kringum jól og í janúar.

Hún skildi eftir sig stórt tómarúm og fallegar minningar sem komu, með tímanum, í stað sársaukans. 

 Í dag, á afmælisdegi foringjansWink, fagna ég minningu hennar í mínu lífi og til mig ríkari að hafa átt hana að.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín

Þakka þér falleg skrif Dagný

Katrín, 18.1.2008 kl. 15:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband