Sólardagur hinn fyrsti

Í víkinni fögru er sólardagurinn hinn fyrsti í dag. Það er þegar sólin hækkar á lofti - það mikið að hún gægist yfir fjalltoppana. Fögur sjón eftir, oft laaaangan og erfiðan vetur.   Á þessum degi fór maður oft í sólarpönnsur til ömmu.

Í dag var líka sólardagur hinn fyrsti hjá mér, því hér í dalnum fer sólin í nóvember og kemur 20. janúar. Ótrúlegt en satt. Á þessum degi finnst mér alltaf eins og vorið sé á næsta leyti. 

Ég er í raun afskaplega fegin að vera laus við þessa gulu. Því haustin og snemma á vorin er oft óþolandi tími hjá mér, þá er þessi gula það lágt á lofti að hún þyrlar upp öllu ryki sem hefur sest að hjá manni í gegnum mánuðina. Því hef ég yfirleitt verið með tuskuna og moppuna á lofti þessar vikur!

Í dag hefði ég alveg verið til í að gera sólarpönnsur. Gallinn hjá mér er sá að ég á spaðann, þ.e. pönnuköku en enga pönnu. Og hef þar fyrir utan aldrei bakað pönnukökurCool

Veit reyndar að þær eru til tilbúnar í pakka í Bónus (Jóhannes sér um sína!).

Takmarkmið mitt á næsta ári er að baka sólarpönnsur - á minni eigin pönnu.... og ná að gera það þannig að þær leki ekki út af pönnunni eða verði að lummumShocking


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband