21.1.2008 | 16:22
Þrítug!
Í dag á góð vinkona mín afmæli. Hún er orðin þrítug!!
Ótrúlega gömul (nei segi svona!). Hún er með smá forskot á mig.
Held að hún sé jafn róleg yfir aldrinum eins og ég.
Við höfum verið vinkonur í næstum 20 ár (jesús!). Og okkur hefur dottið ýmislegt í hug. Hvort sem það er að panta pizzur fyrir aumingjans grey í Reykjavík, mála okkur og fara í göngutúr í rigningu (mjög sniðugt!) norður á hjara eða sitja og spjalla tímunum saman.
Hún hefur fengið storminn í fangið, þessi elska, stundum bognað en aldrei brotnað. Það gætu margir tekið sér hennar æðruleysi og viðhorf til lífsins sér til fyrirmyndar.
Í dag býr hún á næstum hjara veraldar með honum Steina sínum. Semur tónlist og málar, ásamt því að vera í skóla og drífa sig! En ef hún er einhvern tímann að flýta sér þá er það þegar hún fær einhverja flugu í höfuðið sem þarf að framkvæmast strax! Hún er þessi týpa sem tekur nám með trompi og skráir sig í eins mikið og kemst fyrir í stundatöflunni.
Hún vill fá pening í afmælisgjöf til að kaupa sér fugl. Hins vegar á ég þrjá stráka sem garga hér oft á við marga fugla - svo ég ætla að senda henni blóm..... Á þau getur hún horft - í þögninni og teiknað
Til hamingu með daginn kæra mín.... Njóttu hans og ég bið að heilsa þínum
Athugasemdir
Þrítug? Ertu ekki eitthvað að grínast Dagný? Þetta getur bara ekki staðist.... :o)
En til hamingju með daginn Svava mín, ég mundi eftir honum líka :o) Ótúlegt hvað maður man, afmælisdaga sumra og jafnvel símanúmer enn þá hjá bekkjafélögunum.
kveðja, Ella
Elín Ragnarsd (IP-tala skráð) 22.1.2008 kl. 22:25
Nei Ella mín - ég er ekki að grínast. Við erum greinilega eldri en við höldum!!
Ég man líka einhver afmæli og símanúmer, t.d. 7215
Dagný Kristinsdóttir, 26.1.2008 kl. 20:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.