7.2.2008 | 11:12
Heilbrigð börn
Ég hef alltaf þakkað fyrir það að eiga heilbrigð börn. Og tekið inn í það heilsuhreystið líka.
Síðustu tvær vikur hefur hins vegar orðið heilbrigði fært mér nýja merkingu, því heilsan skiptir ekki minna máli. Á þessum tveimur vikum hafa öll börnin og við foreldrarnir orðið veikir. Sumir oftar en einu sinni. Þetta byrjaði sakleysislega sem gubbupest hjá þeim yngsta. Tveimur dögum seinna veiktist sá elsti, með gubbupest og í framhaldinu hita. Hann lá meirihlutann af síðustu viku.
Allir fóru á sínar stöðvar á föstudaginn fyrir viku síðan. Um kvöldið var sá yngsti orðinn veikur aftur með miklum hita. Á sunnudagskvöldið slóst sá elsti í hópinn,aftur.
Á mánudaginn stormaði betri helmingurinn til læknis með þá tvo og kom út með lyfseðla fyrir sýklalyfjum og pústum fram á vor.
Á þriðjudag þegar frúin var heima bættist sá í miðið við, og greindist hann líka með streptókokka sem þýddi aðra apótekaferð. Um kvöldið var sá elsti enn veikur og vaknaði grunur um óþol fyrir sýklalyfjunum. Það þýddi enn eina læknaferð og apótekaferð.
Heima vorum við í gær, frúin,yngsti og elsti.
Í dag bar svo við að fréttnæmt telst- að allir fóru til vinnu á sína staði. Enginn heima veikur.
Ég þakka því fyrir það í dag að eiga heilbrigð börn.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.