Ég var lúði í gær

Eins og ég bloggaði um í morgun hafa allsherjar veikindi sett svip sinn á heimilshaldið síðustu vikur. Þó hafði ég rænu á að athuga með grímubúning á synina.

EN ég gerði mér enga grein fyrir því að ég sem kennari yrði að taka þátt í fjörinu! Þegar ég mætti í vinnuna í gær mættu mér alls konar fígúrur, litlar sem stórar. Þegar ég kem inn á kennarastofu og vinnuherbergi okkar kennara, situr Lína Langsokkur í öllu sínu veldi í tölvunni. Henni heilsaði ég ekki því ég var ekki viss um hver væri þarna á ferðSmile. Síðar mætti ég ljóshærðri senjorítu, mörgum kúrekum, vinnumanni, Rauðhettu, "körlum", mótorhjólagellu, norn, magadansmær og  Bósa ljósár, er þá fátt eitt nefnt. Núna er ég bara að nefna búninga starfsfólksins!

Það má segja að ég hafi aldeilis fengið fyrir ferðina. Og tilkynnti ein mér að ég væri lúði!!

Það er alveg á hreinu að ég mun bæta mig stórlega á næsta ári og byrja að huga að búningi strax í haustDevil


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband