13.2.2008 | 21:15
"Börnin mín"
Nemendur mínir eru yndislegir. Eiga það til að vera full aktívir og gelgjuleg... en yndisleg fyrir því.
Það sannaðist í dag.
Við vorum í íþróttahúsinu að ná í nr 2 í fimleika. Ég er inni í klefa að hjálpa prinsinum í fötin og betri helmingurinn frammi á gangi með nr 3.
Þegar ég kem fram á gang sé ég tvo nemendur mína labba út ganginn og manninn standa glottandi og horfa á eftir þeim. Ég skil ekkert í þessu........ en hefði getað sagt mér að þeim hafi dottið eitthvað í hug!
Þær komu til betri helmingsins og spurðu hvort hann vildi ekkert giftast mér!!
Hef þá trú að hann hafi orðið hálf orðlaus.. en náði að svara þeim einhverju.
Stelpurnar í bekknum eru á þeim aldri að einkalíf kennarans er mikið forvitnisefni.
Þeim finnst agalegt að ég eigi þrjú börn og ekki gift. Það sem þeim finnst enn fyndnara er að maðurinn minn heiti Haukur Örn.
En ef þið heyrið af brúðkaupi á næstu mánuðum þá eru það þessar stelpur sem standa fyrir því
Athugasemdir
Kvitt til þín gaman að lesa hjá þér já þau pæla mikið þessir krakkar En hafið það gott kv frá skaganum
Brynja skordal, 17.2.2008 kl. 01:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.