Frænka mín

c_documents_and_settings_sk8014_desktop_blogg_gleymmerei0 Lífið getur verið manni flókið og erfitt. Og stundum skilur maður ekki allar sveigjur og beygjur sem lífið tekur. 

Í dag hugsa ég í þessa átt. Fallin er í valinn kær frænka mín. Kona sem alltaf var í Kópavoginum en samt nálægt. Hennar dyr stóðu okkur opnar og fengum við úr sveitinni oft að  gista hjá henni. Man að móðursystir mín hringdi einu sinni og spurði hvort þetta væri ekki á hótel Svennu. Þá hló mín kæra og svarið var já vantar þig gistingu! 

Hjartalagið hennar var afskaplega stórt og gott. Barnabörnin voru hennar líf og yndi hin síðustu ár. Og naut hún samvista við þau eins og hún gat.

Hún barðist við sín veikindi eins og kraftar leyfðu. En að lokum voru kraftarnir búnir og þessi fallega kona fékk hvíldina.

Hvíldu í friði mín kæra. Ég og mínir munum sakna þín.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún

Ég samhryggist þér Dagný mín.

Sigrún, 17.2.2008 kl. 23:22

2 Smámynd: Brynja skordal

Innilegar samúðarkveðjur til ykkar Dagný mín knús frá skaganum

Brynja skordal, 26.2.2008 kl. 22:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband