28.2.2008 | 17:15
19% kennara undir 35 ára aldrinum.
Ég hef alltaf vitað það að ég er á skjön við annað fólk.
Í morgun var ég að lesa 24 stundir (eða gamla Blaðið). Þar var ansi merkileg frétt.
19% grunnskólakennara er undir 35 ára aldri.
Og einn skólastjórnandi sagði, nafnlaust, að hún myndi ekki ráða sig í kennslu með 200 þúsund krónur í mánaðalaun.
Ég er ein af þeim sem uppfylla þessi 19%, er undir 35 ára og er með 200 kallinn í laun á mánuði.
Er umsjónarkennari 1, sem kallast það þegar maður er með færri en 20 börn í umsjón. Sem umsjónarkennari þarf ég að halda utan um hópinn minn, fylgjast með mætingum og hegðun í öðrum fögum. Sitja foreldraviðtöl og undirbúa, sitja fundi hjá alls konar aðilum vegna barnanna innan skóla sem utan, greiða úr rifrildum og slagsmálum, ásamt því að siða óróaseggina og halda uppi foreldrasamskiptum við foreldra bekkjarins. Þessi hluti starfsins tekur ótrúlegan tíma og fyrir það fæ ég heilar 6 þúsund krónur á mánuði. Því má draga þann pening frá 200 kallinum mín vegna!
Því má segja að þú sért ekki í kennslu launanna vegna, heldur frekar vegna ástríðunnar og áhugans.
Annars fengum við kennarar góðar fréttir frá Mosfellsbæ í byrjun vikunnar.... og mun sá glaðningur fá góða notkun í Frakklandi í júní.
Ég er því komin í keppni við frænda minn, sem er reyndar ljósmyndafyrirsæta ársins 2007, í Kópavogi, það er líka gott að búa í Mosó!!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.