Reikningur.

Ég hef aldrei sett það fyrir mig að borga mína reikninga. Hversu mikið sem ég sé eftir peningunum (ef um misgáfulega eyðslu er að ræða).

Hins vegar fékk ég reikning í dag sem ég er ekki alveg parhrifin af.

Mér var boðið um daginn að fá kynningar áskrift af Mogganum. Gott mál, um að gera að bæta við pappírs hrúguna sem berst inn um lúguna á hverjum degi.

Hins vegar varð mér það á að segja upp blaðinu einum degi of seint. Fékk því einu blaði of oft.

Reikning fyrir þessu blaði fékk ég í dag.

Hann er svo hljóðandi;

1 eintak 280 kr

Seðilgjald  190 kr.

Samtals  470 kr.

Nú er ég mér spurn. Af hverju var ekki hringt í mig og mér boðið að borga þetta með VISA? Þessi reikningur er líka í heimabankanum og því hefði mátt sleppa seðilgjaldinu t.d.  

Þó þetta sé ekki há upphæð er það helvíti hart að þurfa að nánast tvöfalda þessar krónur út af seðilgjaldi.

Það er alveg á hreinu að næst þegar mér verður boðinn Mogginn ókeypis mun ég ekki gleyma að segja honum upp! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband