13.3.2008 | 18:09
2ja króna afsláttur- BULL og vitleysa
Ég var á heimleið í dag um kl 14. Þar stóð á skiltum Atlantsolíu í Mosó að líterinn af bensíni kostaði 138 kr. Olían var á 146.
Kl 16 fór ég framhjá skiltinu aftur.
Þá var þessi tveggja króna afsláttur kominn - og þá kostaði bensínið 140 kr og Olían 149!!
Hvers konar kjaftæði er þetta. Það er ljóst að ég mun ekki nota þennan dælulykil sem var prangað inn á mig.
Í fréttinni kom fram að lega stöðvarinnar liggi vel við umferð sem kemur í og úr bænum. Sem íbúi hér uppfrá vil ég benda á að stöðin liggur við aðalveg inn í 3 hverfi (Krika,Teiga og Byggðir). Á sumardögum þegar höfuðborgarbúar flykkjast úr bænum verður því mikið kraðak og spurning hvernig mun ganga að koma umferðinni út úr hverfinu aftur, þ.e. þeim sem kaupa bensín og snúa til baka. Vonandi hafa hin skynsömu yfirvöld í bænum gert ráðstafanir þar af lútandi.
p.s. Betri helmingurinn benti mér á það að þennan dag hafi bensín hækkað á öðrum stöðvum. Ég verð því að gefa þeim þann möguleika að um brellu sé ekki að ræða.
Hins vegar sá ég í gær að þetta verð hjá Atlantsolíu er ódýrara en hjá Orkunni í Spönginni.
Atlantsolía opnar í Mosfellsbæ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.