16.3.2008 | 11:21
Dómurinn frægi
Ég hef verið hugsi yfir þessum dómi sem féll fyrir helgi. Með kennarann og nemandann.
Ég er með nemendur í mínum bekk sem gætu gert eitthvað svona í hita leiksins. Þá sjá þau rautt og eru ekki mönnum sinnandi. Það vita allir, foreldrar, kennarar og skólastjórnendur. Enda hafa svona atvik gerst, að börn hafa nánast (og jafnvel alveg) gengið í skrokk á kennurum.
Ef ég lendi í því að reiður nemandi beitir mig líkamsmeiðingum, get ég þá átt von á því að skólinn standi ekki við bakið á mér? Og vísi á foreldra? Geta þá ekki foreldrar vísað á skólann,þar sem hann tók við barninu?
Eru börnin í skólum landsins þar inni á ábyrgð foreldra eða skólans?
Alla vega finnst mér þessi dómur skilja eftir fleiri spurningar en svör. Kannski sérstaklega fyrir okkur kennara og foreldra þessara barna.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.