16.4.2008 | 22:08
Dagarnir....
Hef ýmislegt sem mig langar að segja og tjá mig um. M.a. þær fréttir í síðustu viku að grunnskólakennarar væru lægst launaða kennarastéttin á landinu.
Einnig langaði mig að nefna að vorið væri komið, þrátt fyrir að ég hefði vaknað upp við hvíta jörð nokkra daga í síðustu viku.
Hins vegar hverfa svona langanir þegar maður fær vondar fréttir. Svoleiðis frétt fékk ég í dag.
Þá fer maður að hugsa um hvað það er sem skiptir mestu máli í lífinu og hvernig maður hlúir að þeim sem manni þykir vænst um. Þá er eins og lífið stoppi eitt augnablik, og maður heldur áfram með hugann annars staðar. Maður myndi vilja vera á ákveðnum stað og taka utan um fólkið sem þar er.
Kæra fjölskylda, ég hugsa hlýlega til ykkar og mun veita ykkur allan þann stuðning og styrk sem ég get.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.