25.4.2008 | 22:22
Bæjarmálin í Víkinni fögru
Ég veit eiginlega ekki alveg hvað ég á að halda um bæjarmálin í Bolungarvíkinni.
Mér finnst það heldur kljén afsökun hjá, annars hinni ágætu, Önnu að umsvifin séu orðin of mikil. Ég get alveg verið sammála þeirri skoðun að með umsvifum eykst hættan á hagsmuna árekstrum.
Hins vegar hefur tíðkast í bæjarstjórn Bolungarvíkur í gegnum árin (og á fleiri stöðum á landinu) að fólk í rekstri sitji í bæjar eða sveitastjórnum. Anna sat m.a. í meirihluta í Víkinni þar sem fleiri en einn og tveir voru í rekstri. Og engum smá rekstri, heldur sáu um að reka stærsta vinnustað bæjarins. Og höfðu þarafleiðandi ítök beggja megin borðsins. Það veit Anna.
Að mér skilst, er þetta ekki breytt í dag, mikill meirihluti manna í bæjarstjórninni eiga fyrirtæki, og svo virðist líka vera um varamenn. Miðað við listann inn á bolungarvik.is.
Gaman væri að fá lista um aðal og varamenn síðan 1974 og sjá hverjir hafa átt fyrirtæki og hverjir ekki.
Margt virðist hafa verið gert á síðustu tveimur árum til að rífa bæinn upp úr þeirri lágdeyðu sem hann var í. Ekki veitti af. Hins vegar má velta því fyrir sér hvort skuldsettur bær - fyrir - sé meira skuldsettur á eftir. Eftir því sem að mér heyrist og hef séð á vefmiðlum var ekki alltaf til peningur fyrir framkvæmdum.
Eins má líka benda á að í bæjarstjórinn hefur verið oft og mikið í fjölmiðlum, sem er ekki alslæmt. En svo virðist sem ekki hafi alltaf verið ljóst hvort hann tali í krafti síns embættis eða sem íbúi staðarins. Sbr. nýlegan Kompás þátt, sem eitthvað virtist fara fyrir brjóstið á þeim heima.
Ég vona að íbúar fái haldbærar skýringar. Það eiga þau svo sannarlega skilið.
Ég get alveg séð fyrir mér ástandið í Víkinni núna. Hún í raun logar stafnanna á milli.
Ég man ekki eftir öðru sem barn en að faðir minn hafi verið í bæjarstjórn. Og ekki var alltaf friður í kringum hann. Þegar ég lít til baka - fannst mér verst hvað við systkinin fengum að líða fyrir hans skoðanir.
Því vona ég að í þessu ástandi ,sem nú tröllríður bænum fái börn ,þessa fólks sem í hlut á,að vera í friði og verði ekki fyrir aðkasti vegna sinna ættartengsla.
Athugasemdir
Allveg er það merkielgt hvað pínulitla kornið sem fyllti mælinn fær gríðarlega mikla umfjöllun. En eins og þú veist þá slíta menn ekki samstarfi nema eitthvað mikið bjátar á. Að vera í rekstri er ekki aðalmálið hér heldur að vita hvað til þín friðar heyrir og þar bjátar allveruleg á. En innan tíðar birtast öll hin kornin sem komin vor í mælinn áður en þetta eina fyllti hann.
Tek undir ósk þína að börnin verði látin vera en satt að segja hafa menn lítið lært í þeim efnum frá því að þú varst hér að alast upp
Kveðjur
Katrín, 25.4.2008 kl. 23:20
Allveg er það merkilegt hvað pínulitla kornið sem fyllti mælinn fær gríðarlega mikla umfjöllun. En eins og þú veist þá slíta menn ekki samstarfi nema eitthvað mikið bjátar á. Að vera í rekstri er ekki aðalmálið hér heldur að vita hvað til þíns friðar heyrir og þar bjátar allveruleg á. En innan tíðar birtast öll hin kornin sem komin voru í mælinn áður en þetta eina fyllti hann.
Tek undir ósk þína að börnin verði látin vera en satt að segja hafa menn lítið lært í þeim efnum frá því að þú varst hér að alast upp
Kveðjur
Katrín, 25.4.2008 kl. 23:21
Sæl frænka.
Þetta pínulitla korn er nefnilega stundum ansi merkilegt - eða ómerkilegt, eftir því hvernig á það er litið.
Ég hef heyrt ýmislegt utan af mér sem gefur til kynna að meira búi undir. Og gerði ég ráð fyrir því. En þetta sem ein aðalástæðan er bara of ómerkileg ástæða. Og því ekki skrítið að fjallað sé um hana. Það þurfa að vera meiri útskýringar en þessi. Miðað við það sem ég þekki af Önnu mun hún koma fram með það sem þarf að útskýra.
Bíð því bara spennt!
Bestu kveðjur í Víkina.
Dagný Kristinsdóttir, 26.4.2008 kl. 08:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.