samningar og bæjarmálin

Það er merkilegt hvað tíminn líður. Maí er kominn, og ágúst nýfarinn.

Það er ýmislegt sem mig langar að setja á "blað".

Nýjir samningar kennara koma sér vel fyrir mig. Ég er það ung og nýbyrjuð að ég fæ launahækkun. Svo það stefnir í að ég geti lifað af laununum mínum næsta árið. Þá verður samið uppá nýtt og fróðlegt að sjá hvað gerist þá. Eins hefur mér fundist gaman að sjá hversu jákvætt fólk er (svona almennt). Bjóst við einhverjum neikvæðum tóni.  En vonandi verða samningarnir til þess að allar 513 (eða hvað þær eru margar)  kennarastöðurnar sem vantar, í fyrir næsta haust, fyllist. 

Mér er farið að finnast atburðarásin í bæjarmálunum í Víkinni fögru hálf sorgleg á að horfa. Víkarar hafa oft á tíðum verið þekktir fyrir að tjá sig mikið um málefni sem á þeim brenna. Og virðist sem lítið lát ætli að verða á því. Loksins þegar manni virðist sem þetta fjaðrafok ætli að fjara út, dettur maður um nýjar greinar og pistla þar sem haldið er áfram. 

Þær síður sem ég sá fyrst í stað snerust meira um umræður um slitin sjálf, minna um fólkið (nema ef vera skildi að Anna fengi sneiðar). Núna finnst mér umræðurnar vera að komast yfir á annað plan. Þar sem fólk er farið að senda pílur í allar áttir. Og umræðan og athugasemdirnar farnar að vera á lægra plani en var í upphafi.

Ekki misskilja mig - mér finnst sjálfsagt mál að allir komi fram með sína hlið mála. En finnst að sem fullorðið fólk eigum við að geta sagt hvað okkur finnst án þess að ata aðra auri.  

Eins og allir sem frá Víkinni koma er mér annt um hana.  Ég er sammála þeim sem segja að umræðan hafi skaðað bæinn.  Mér hefur líka fundist gaman að sjá hvað fólki finnst um bæinn. Það hafa komið fram margar skoðanir sem lýsa bjartsýni í bænum, margt hafi verið gert eftir margra ára kyrrstöðu. Sem hefur komið bjartsýni af stað hjá fólki. 

Vonandi farnast nýja meirihlutanum vel. Vonandi tekur meriihlutinn fjármálin fastari tökum en annar flokkurinn gerði í öll þau ár sem hann var einn í meirihluta. Og vonandi tekst þeim að koma á friði í Víkinni fögru.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er sammála þér kæra frænka, mér finnst þú hafa skynsamleg sjónarmið í þessu máli öllu.

kv

Pálmi

Pálmi Gestsson (IP-tala skráð) 5.5.2008 kl. 12:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband