Myndbirtingar af slysum.

Í dag fór ég á Vísi.is. Þar var frétt um að alvarlegt slys hefði orðið í Kömbunum. Með fréttinni var svo mynd af slysstað af bílnum og  fólki að stumra yfir ökumanninum.
Nokkrum mínútum síðar kemur inn á vísi að um banaslys væri að ræða.

Hvað er í gangi í íslenskri blaðamennsku. Er "fyrstir með fréttirnar" ekki að verða einum of??

Aðstandendur eiga ekki að sjá svona myndir, jafnvel áður en þeir frétta af andláti ættingja. Viljum við ekki öll að ef okkar nánasti lendir í slysi séu það prestar eða aðrir sem færi okkur fréttirnar. Ekki vefmiðlar?? 

Um leið og ég votta fjölskyldu þessa manns samúð mína segi ég skammist ykkar vísis menn.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband