Móðir í hjáverkum.

Seinustu vikuna hef ég legið og lesið bókina Móðir í hjáverkum. Las hana fyrir tveimur árum eða svo, þá örugglega í háskólanámi, með einn eins árs og annan á leiðinni. Alveg atvinnulausSmile.

Nú sá ég bókina fyrir rælni á bókasafninu og greip hana með mér.

Mér finnst ég ansi upptekin og vantar stundum klukkutíma í sólarhringinn. En díses kræst!!   Þessi kona er náttúrulega ofvirkCool

Ég upplifði mig vel í bókinni. Er þó aðeins rólegri í tíðinni. Baka t.d. óhikað Betty Crocker ef þannig liggur á og kaupi eitthvað flott brauð eða köku í bakaríi - og set merki bakarísins þannig að allir sjái! Og fer sátt að sofa þó húsið sé á hvolfi.  Þá kemur dagur eftir þennan dag. 

Ég hef oft upplifað það í vetur að vera mætt í vinnuna, á sprettinum eftir ganginum í áttina að stofunni, og hefur verið litið niður á mig. Þá er þar matarleifar yngsta sonarins - svona sirka á miðju læri. Eins snýtufar á öxlinni. Eða kíki á peysuna og sé þar blett.  Þá er ég miður mín allan daginn. Og myndi helst vilja fara heim og skipta um föt (og hef gert það!). 

Dagurinn er oft endalaus sprettur. Maður þarf að koma liðinu út fyrir 7.50. Ná þá í vinnuna fyrir 8.10 (þar bjallan hringir á slaginu). Fara með jakkann á kennarastofuna og skila af sér veskinu. Fara svo í kennslu. Eftir kennslu tekur við undirbúningur, sem snýr að því að skoða verkefni og búa til ef þarf. Ljósrita og lesa sér til. Fara yfir heimavinnu og próf.  Þá hefst spretturinn að ná að klára vinnudaginn fyrir 15.40 til að geta náð í börnin á réttum tíma. Svo þarf að skjótast í búð, á bókasafnið, til læknis o.s.frv.

Tvo daga í viku er ég svo heppin að ég þarf ekki að fara út aftur eftir vinnu. En hina dagana þarf ég að skutla og sækja. Þá daga sem ég þarf að fara aftur út sé ég hvað börnin eru þreytt eftir daginn, því það að koma þeim út er oft kvöl og pína.

Þegar heim er komið þarf að sjá um þvottinn.. Blessaðan þvottinn sem fjölgar sér örugglega í körfunum hjá mér. Ásamt því að hugsa fyrir mat, láta læra, taka til (merkilegt hvað börnin geta verið öflug í að rusla út- en að sama skapi léleg að taka til). Klára að svara og senda tölvupósta tengda vinnunni. Og jafnvel fara yfir heimavinnu ef ekki hefur gefist tími til þess í vinnunni. 

Á kvöldin tekur svo við lokatiltektin. Ganga frá í eldhúsinu og reyna að hreinsa upp bílana sem maður hefur dottið um 20 sinnum síðan maður kom heim. Ásamt því að brjóta saman þvott og  ryksuga yfir húsið.  Eftir að ég kynntist sléttujárnum og hárblárunum er ég farin að taka kvöldin líka í að fara í sturtu og blása hárið. Þá stendur það ekki út í loftið daginn eftir (agalega praktískt!). 

Dagsdaglega reiknast mér til að ég eigi oft akkúrat engan tíma fyrir sjálfa mig - dögum saman. Er heppin ef ég get verið ein í sturtunni (enginn á hurðinni sem vill koma með). Eða hætt aðeins fyrr í vinnunni og farið heim og horft út í loftið ein í þögninni.  

Það sem mér hefur fundist erfiðast í vetur er að þrífa. Taka húsið almennilega í gegn. Ég nenni ekki að skúra kl 22 á kvöldin. Hef hreinlega ekki orkuna í það.

Því hef ég sett mér heit fyrir næsta haust. 

1. Fá hana Sylwiu til að koma í heimsókn aðra hverja viku

2. kaupa mér kort í ræktina og vera þar á meðan hún gerir hreint.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband