"Kátt nú brennur"

Þarna er ég sammála Sigurgeiri frænda mínum. Það er sorglegt að horfa upp á húsin við götuna brennd.Og trúi því vel að fyrrum íbúarnir vilji ekki horfa upp á húsin sín brennd. 

Á víkari.is er fyrirsögn kátt nú brennur. Sem á svo sem alveg við. En í mínum huga eru þetta ekki mannlaus hús sem hafa staðið yfirgefin í ár eða áratugi. Heldur hús fólks sem lagði allt sitt í húsin. Fyrir mér eru húsin heimili fólks og barna sem ég umgengst þegar ég var að alast upp.

Þegar ég sé myndirnar af þessum brunaæfingum hugsa ég að þarna séu hús  Sirrýjar, Sigurgeirs,  Steffíar í Bjarnabúð, Möggu Gunnars o.s.frv. 

Því fannst mér fyrirsögnin hálf kaldhæðnisleg.  A.m.k. myndi ég ekki vilja að þetta væri "húsið mitt" sem myndin væri af.


mbl.is Dísarlandið brennur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Tek undir með þér frænka, finnst það harla óviðeigandi að nota lýsingarorð sem þessi. Þegar eldur brennur ,,kátt" er vísað í gleðileg tilefni.

Ég fæ ekki séð að það fylgi því einhver gleði að brenna heimili fólks, þó það sé flutt út. Hverju húsi fylgir saga og sögunni tilfinningar.

Fremur kaldhæðnisleg fyrirsögn, satt best að segja.

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 25.7.2008 kl. 18:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband