17.8.2008 | 20:07
Heimsbókmenntir.
Nú í lok sumarfrísins fannst mér kjörið að efla hugann með lestri stór góðra bóka. Þær eru tvær bækurnar sem hafa átt hug minn allan síðustu 10 daga eða svo (með öðrum verkefnum að sjálfsögðu, eins og að setja í vél og taka úr henni....)
En þetta eru bækurnar Flugdrekahlauparinn og Áður en ég dey.
Flugdrekahlauparinn er ein sú besta bók sem ég hef lesið. Lýsingarnar eru þannig að maður finnur lyktina sem er á markaðnum, þegar honum er lýst í bókinni. Þessi bók er snilld. Skilst að þessi maður hafi skrifað aðra bók, þarf að finna hana ekki spurning.
Hin bókin, Áður en ég dey. Er líka mjög vel skrifuð. En fjallar um allt annað mál og menningu o.s.frv. En mér finnst hún lýsa vel hugarheimi Tess og því sem hún gengur í gegnum. Þegar hún þeysist í gegnum listann sinn og að mér finnst gerir einhvern veginn upp þessi 16 ár ævi sinnar.
Snilldarbækur - mæli með þeim
Núna eru það Ein grjóthrúga í hafinu og english teaching books for 7th grade, sem eiga hug minn allan. Kennsluhugmyndir vel þegnar
Athugasemdir
Flugdrekahlauparinn er æði. Hin bókin eftir hann heitir Þúsund bjartar sólir og er líka rosalega góð. Maður lifir sig ekkert smá inn í þessar bækur.
Fribba (IP-tala skráð) 17.8.2008 kl. 22:18
Bækurnar hljóma áhugaverðar, hef ekki heyrt um þær fyrr en nú. Mér sýnast framundan vera ærin verkefni, mikið fjör og mikið gaman. Það er eins gott að vera búin að hlaða batteríin áður en fjörðið hefst. Sýnist þú vera með kennslu á miðstiginu, vonandi þægilegir krakkar
Mín tillaga að kennslu er fólgin í hópvinnu og lausnamiðuðu námi (problem based), þannig læra nemendur að leita og finna lausnina sjálfir í stað gömlu ,,ítroðsluaðferðarinnar". Miða þó við getu hvers og eins þannig að námið sé einnig einstaklingsmiðað
Bestu kveðjur heim í bæ frá okkur öllum
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 17.8.2008 kl. 23:28
Jú Fribba, það voru einhverjar Sólir... þær eru næstar á dagskrá!
Guðrún - hópvinna var það sem ég var að hugsa. Einnig e.k. snillinga færni. Að þau fá úthlutað einhverju verkefni og eiga að gerast sérfræðingar í því. Ég er í 7.bekk sem telst til miðstigs. Þau eru svo sem þægileg greyin, en heldur lífleg á köflum, og kaflarnir eru nokkuð stuttir
Dagný Kristinsdóttir, 20.8.2008 kl. 20:49
Er einmitt byrjuð á Flugdrekahlauparanum
Dagmar (IP-tala skráð) 20.8.2008 kl. 22:26
Þið Haukur getið þá stofnað leshring.... Hann er að lesa hana líka
Dagný Kristinsdóttir, 21.8.2008 kl. 19:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.