Stórasta land í heimi og hin sem horfði ekki á...

Í gær var skólasetningin. Krakkarnir mínir voru eins og dæmd til aftöku (7.bekkur NB). Ekki spennandi að mæta í skólann. Ég afhenti þeim töflurnar og sendi þau heim að horfa á leikinn. Þau voru snögg út!

Ég, ásamt Kolbrúnu Bergþórs,horfði ekki á leikinn. Kíkti á netið af og til. En get alveg viðurkennt að ég áttaði mig ekki á mikilvægi leiksins. Sat svo með tárin í augunum og hálf skældi með leikmönnum og menntamálaráðherra á eftir Smile

Mér finnst forsetafrúin alveg yndisleg. Hvernig þau hjón lifa sig inn í leikinn og njóta í botn að vera þarna úti. Ef einhver fer í Dogma má hann kaupa bol fyrir migWink

Það er óhætt að segja að þjóðin sé á öðrum endanum. Mér finnst verst að eiga ekki fánastöng. Myndi flagga í tilefni dagsins. 

Í morgun átti ég vaktina og horfði á ótrúlegan leik Norðmanna og Rússa. Þar sem þær norsku rúlluðu yfir rússana. 

Á morgun má ég sofa og ekki einu sinni úrslitaleikur á ÓL breytir því, hins vegar verð ég vakin ef eitthvað athyglisvert gerist - svona svo ég geti skælt með hinum. 

Áfram ÍSLAND og DORRIT!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband