12.10.2008 | 14:09
Egill og Jón Ásgeir
Ég horfi ekki oft á Silfur Egils, en sá áðan viðtal Egils við Jón Ásgeir.
Egill hafði gott tækifæri til að taka gott viðtal, sérstaklega þar sem Jón Ásgeir var sá eini sem var tilbúinn að koma, af þessum bankagúrum öllum saman.
Mér finnst það virðingarvert við Jón Ásgeir að hafa sagt já. En hann sér örugglega eftir því núna.
Mér fannst Egill eiginlega missa sig í að hrauna yfir Jón Ásgeir. Talandi um skaðabætur frá hans hendi til annarra hluthafa Glitnis (tapaði Jón Ásgeir ekki manna mest af hluthöfunum). Hvort hann ætlaði ekki að fara að vinna á kassa í Bónus. Selja íbúðina í Bandaríkjunum og snekkjuna. Oft fannst mér Egill dónalegur og hefði ég ekki orðið hissa ef Jón Ásgeir hefði hreinlega staðið upp og labbað út.
Það getur vel verið að hægt sé að rekja eitthvað af ástandi Glitnis til óábyrgrar peningaeyðslu stjórnarinnar. Og getur vel verið að það sé hluti af því sem felldi bankann. Og getur alveg verið að það eigi líka við Landsbankann og Kaupþing. En það sem gerðist líka, og skiptir meira máli er að svokallaðar lánalínur (sem eru frá öðrum bönkum erlendis frá) lokuðust og jafnvel kom krafa um uppgreiðslur lána. Umsvif bankana voru orðin svo mikil að litla þjóðarbúið getur ekki staðið undir þessu.
Ástæður þess að bankarnir fóru í útrás og gátu leikið sér á gráu svæði er ekki Jóni Ásgeiri að kenna, hann nýtti sér þessar aðstæður eins og fleiri. En það er Davíð að þakka/kenna og þeim sem voru með honum í stjórn. Því lögin um bankana þegar þeir voru seldir leyfa þetta.
Því skora ég á Egil að bjóða Davíð næst með Halldóri og ræða við þá.
Ég vil samt taka fram að ég skil reiði fólks. Ég hef verið reið líka. En í dag er staðan svona og við verðum frekar að horfa á hvernig ætlum við út úr þessu. Og setja lög til að koma í veg fyrir að svona hlutir geti gerst aftur. Það að vera dónleg hvert við annað skilar ekki neinu á þessum tímum.
Athugasemdir
Já Egill fór svolítið fram úr sér. Hann spurði Jón Ásgeir hvort hann ætlaði að borga fólki skaðabætur sem hefðu tapað hlutafé sínu í bönkunum. Ég var ein af þeim sem notaði hluta af sparnaði mínum í að kaupa hlutafé bæði í Glitni og Kaupþingi. Jón Ásgeir stóð ekki með skammbyssuna við gagnaugað á mér þegar ég keypti þessi bréf. Það hljóta allir að sem kaupa hlutabréf að vita að það fylgir því áhætta. Held að Egill hefði getað notað þetta viðtal betur ef hann hefði ekki verið svona reiður.
Brynhildur (IP-tala skráð) 12.10.2008 kl. 14:16
Hafi mér verið brugðið er horfði á Kastljósviðtalið við Davíð, þá sló þetta viðtal eða einræða Egils öll met í fráráðnleika.
Það þar kjark að koma fram fyrir alþjóð á slíkum tímum sem við upplifum nú, og á Jón Ásgeir alla mina virðingu fyrir það. Egill leyfði Jón Ásgeir aldrei að klára heila setingu og kom þá með einhver fáránlegar fullyrðinga helst um einkaneyslu og óhóf útrásamanna. Það sem ríður á nú er það eins og Jón Ásgeri var að reyna segja, að öll verðmæti og eignir okkar erl. séu settar á bálið. Þjóðarbú okkar hefur tapað hundruðum milljarða á síðustu dögum vegna rangra viðbragða ísl. stjórnvalda. Það er algjört forgangsmál að ganga í það strax að stöðva bílskúrsútsölu allra íslenskra eigna erl. Við höfum nægan tíma til að finna sökudólga og gerendur síðar.
haraldurhar, 12.10.2008 kl. 14:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.