Október liðinn.

Andinn hefur eitthvað verið fjarri lagi undanfarnar vikur. Kannski vegna þess að mikið hefur verið að gera.

Þann 16. og 17. þreyttu bæði mín börn í skólanum og minn heima, samræmd próf. Þetta er mikið stress fyrir kennarann. Ég fékk það komment frá einu foreldri að barnið sagði, heima fyrir, að ég væri stressaðri en þau! Ekki minna mæddi á mér sem foreldri. En þetta er búið og gert og svo kemur í ljós hver árangurinn er. 

Um leið og samræmda stærðfræði prófinu lauk fór ég af landi brott með samstarfskonu minni. Við héldum svellkaldar til Minneapolis. Vorum þar á námskeiði. Og aaaaaaðeins að kíkja í búðir.  Þetta Mall of America er yfirgengilegt. Við vorum alla 4 dagana að læra að rata um ferlíkið. Náðum að fara yfir eina hæð!! Einn daginn villtumst við illilega, höfðum leigt skáp undir pokana og ákváðum rétt fyrir kl 5 að nú væri komið nóg. Rukum af stað áleiðis að skápnum, en þá kom í ljós að útgangurinn þar sem hótelskutlan kom - var hinu megin í húsinu. Við ætluðum að stytta okkur leið í gegnum Nickelodeon garð sem er í miðju hússins, en ekki vildi betur til en svo að við villtumst þar. Og tók það okkur 15 mínútur að komast út úr húsinu. Sannkallaðar sveitakonurSmile. Þá tókum við leigubíl upp á hótel!

Síðasta daginn á námskeiðunum fórum við í skólaheimsóknir. Þar sá maður hvernig menningarmunurinn er. Við viljum flott hús og húsgögn, en hvað fer inn í stofurnar skiptir minna máli. 

Þarna eru húsin ekki merkileg, á okkar mælikvarða, húsgögnin ekki samkvæmt nýjustu tísku - en svo vel eru stofurnar búnar að það er alveg ótrúlegt. Í hverri stofu voru 500 bækur. Einnig var í skólunum vel búið bókasafn, tölvustofur o.s.frv. 

Það sem kom okkur líka á óvart var aginn og hvað börnin voru kurteis. Held að við gætum lært ýmislegt af þessari blessuðu þjóð. 

Bandaríkin eru að mínu mati æðisleg. Fílaði mig alveg í botn þarna. 

Þegar ég kom heim var vetrarfrí að hefjast. Og byrjaði ég að vinna í gær. Reyndar hluta úr degi þar sem sá yngsti nældi sér í fyrstu lungnapestina í vetur. 

Er því heima núna og búin að vera síðan á hádegi í gær. Vonandi er þetta síðasti dagurinn heima og hann komist á leikskólann á morgun. 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband