14.11.2008 | 22:12
Fallin á mömmu prófinu.
Það má segja að kennarinn hafi kolfallið á mömmuprófinu í morgun.
Betri helmingurinn (líka nefndur litli Landsbankamaðurinn) lá veikur heima svo frúin sá um að koma börnunum á sinn stað, þ.e. leikskólann.
Ég losa BÆÐI börnin úr stólunum og segi þeim eldri að rölta inn, ég komi eftir smá stund, eftir að ég hafi farið með hinn.
Inn rölti ég með þann yngri og hann hleypur glaður í burtu. Eftir það labba ég út, sest inn í bíl og keyri í burtu.
Þegar ég er búin að keyra í smástund hrekk ég illilega í kút. Ég fór bara með ANNAÐ barnið á leikskólann......
Þá varð panik í bílnum, ég ríf í veskið - upp með símann og aldrei þessu vant mundi símanúmerið á leikskólanum. Hringi þangað og hún svarar á deild þess sem ekki var farið með.
Hún var þá einmitt nýbúin að spyrja þann stutta hvort hann væri einn á ferð.
Mér finnst þetta eiginlega síðasta sort - að gleyma mínu eigin barni. Held að líkurnar séu minni á því að ég gleymi börnunum í skólanum, a.m.k. tel ég alltaf á morgnanna til að gá hvort allir séu komnir, þegar við förum eitthvað er talið í röðinni o.s.frv.
En mín eigin börn eru greinilega ekki röð eða ákveðin tala
Athugasemdir
úff hvað þetta hefur verið vond tilfinning. En mjög gott að allt fór vel.
slysaðist hér inn. Gaman að lesa það sem þú skrifar.
kv.Kristin
Kristín (IP-tala skráð) 14.11.2008 kl. 22:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.