Jólaskraut...

Það er eitt sem ég sakna á þessum tíma, það er að vera heimavinnandi.

Að geta dúllað sér við að þrífa glugga, skápa, veggi, gólf og gardínur. Að geta tekið heilan dag (eða svona næstum) í að ákveða í hvaða glugga þú setur hvaða seríu. Og meira að segja ákveðið hvaða glugga þú vilt taka í dag.... Bakað og nostrað við jólakortin o.s.frv. 

Þegar maður er útivinnandi finnst mér þetta stórmál. Ég er búin að HUGSA um jólaskrautið í 2 vikur. Farið eina ferð upp á háaloft. Fann einhverjar kúlur og seríu. Ein sería er komin inn í barnaherbergi og jólasveinn á borð. 

Veit ekki hvernig ég á að koma öllu hinu fyrir, skreyta, baka, þrífa, skrifa jólakort, pakka inn gjöfum (keypti þær allar í US of A). Andleysið er að mig lifandi að drepa ásamt almennri þreytu. 

Svo til að toppa þetta allt. Þá er ég búin að rúsa húsinu á síðasta ári og breyta og bæta. Jafnvel til hins verra - því allt í einu á ég eldhúsglugga... sem ég get sett t.d. jólagardínur í (fyrir utan að mig grunar að ég hafi HENT þeim í einhverju kastinu). Svo nú sit ég uppi með alls konar seríur og dót sem ég sé ekki fyrir mér að ég geti notað.  Og það á krepputímum.

Þannig að nú reynir á útsjónarsemi húsmóðurinnar..... gat það í vinnunni þegar kom að jólaföndrinu sem átti ekki að kosta neitt..... en er ekki eins bjartsýn á heimiliðCool

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband