Leitin að jólaandanum.

Ungviðið er að setja skó út í glugga til að bíða eftir jólasveininum. Þess á milli má búast við ungviði um allar jarðir að leita að jólasveininum.

Hins vegar hef ég verið í ákafri leit, með dyggum stuðningi samstarfskvenna minna, að jólaandanum. 

Ég er kennari, og af þessum 120 starfsmönnum í skólanum eru um 100 konur. 

Þær eru að baka mörg hundruð og tuttugu sortir af smákökum, skrifa jólakort, þrífa, syngja á tónleikum og allt annað sem þeim dettur í hug. 

Ég hef verið alveg vita vonlaus í þessum efnum. Er búin að baka eina litla sort af kökum sem við klárum sennilegast um helgina. Er búin að taka 100 myndir til að fá EINA góða til að setja á jólakort. Svo þurfti að panta kortin, redda síðustu jólagjöfunum. Og ég á aaaalveg eftir að þrífa.... 

ásamt því að búa til ísinn, baka smákökurnar svo fátt eitt sé nefnt. 

Jólaandinn hefur algerlega farið framhjá mér á leið sinni um landið. Ég hef ekki spáð neitt í jólalögum eða öðru jólalegu. Tók niður jólaskrautið til þess eins að setja það upp á loft aftur. 

Alveg glötuð, og ég sem var mikið jólabarn. 

Þetta er samt held ég allt að skána, í dag tók ég mig til og hnoðaði deigið í mömmukökurnar. Þá var lagið mitt spilað, þá fékk ég smá fiðring í hjartað.... Og bara YES andinn er á lífiSmile

Í næstu viku stendur til að fara í leitina að jólaandanum á Laugaveginum með samstarfskonu (m).. ef þið sjáið nokkrar í hóp arkandi um Laugaveginn og skimandi í allar áttir þá eru það viðWhistling


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband