Kortagleypir!

Ég hef ættir til að vera svolítið utanvið mig. Og eitt sem ég hef átt erfitt með að troða inn í minn ljóshærða haus eru pin númer. Þau eru minn versti óvinur.

Sérstaklega hefur þetta verið erfitt síðasta eina og hálfa árið eða svo, þar sem ég hef fengið nokkrum sinnum ný kort. Alveg hrikalegt! 

Af debetkortinu mínu hef ég fengið tvö pin númer, og þetta seinna fékk ég því ég mundi ekki hitt!! 

Þegar ég fékk þetta seinna númer ákvað ég að vera ægilega sniðug og búa til eitthvað gott plott í símann minn. Svo ég myndi nú alveg örugglega ekki gleyma þessu bévítans númeri.

Um áramótin tókum við skötuhjú þá ákvörðun að nota peninga í okkar viðskipti - ekki kort. Það þýðir að Dagný þarf að fara í hraðbanka. Og til að geta fengið peninga í hraðbanka þarf ungfrú Dagný að muna pin númerið sitt....... big mistakeDevil

Í gær fórum við svellköld með þann yngsta jarmandi í aftursætinu í grísa búðina. Og áður fórum við í hraðbanka til að ná í peninga. 

Ég byrja á fyrstu tilraun, og uppkom að vitlaust númer væri slegið inn. Ég hleyp í bílinn aftur og kíki á símann, geri svo aðra tilraun... og upp kemur aftur að vitlaust númer væri slegið inn.

Þið vitið að maður má gera þrjár tilraunir eftir það gleypist kortið. 

Þá segir betri helmingurinn að við skyldum fara yfir í KB banka.... why.. I don´t know og hann er bankamaður (ætti að vita þetta!). 

Í KB slæ ég inn pin númer og helvítis bankinn gleypir kortið mitt!!

Við fengum svona kjánahroll... og horfðum hvort á annað - augljóslega færum við ekki í búð þar sem veski betri helmingsins var heima. 

Þetta vakti mikla kátínu í ökumannssætinu (ég sat ekki þar!) og ennþá meiri gremju í farþega sætinu.... bæði frammí og aftur í! 

Og ekki minnkaði kátínan þegar ég , á heimleiðinni, fattaði hvert númerið var. En plottið var of flókið fyrir mig að leysa  - svona á staðnum.

Þannig að á morgun þarf ég að tölta í KB banka og ná í debetkortið mitt....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Bjarnadóttir

þú segir svo skemmtilega frá!

Gleðilegt ár!

Kristín Bjarnadóttir, 6.1.2009 kl. 21:59

2 Smámynd: Dagný Kristinsdóttir

Takk fyrir

Gleðilegt ár sömuleiðis!

Dagný Kristinsdóttir, 9.1.2009 kl. 08:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband