Hvunndagshetjan

Eins og allir á ég frænku (og það fleiri ein eina!).

Þessi frænka mín hefur undanfarið árið og rúmlega það barist við erfiðan sjúkdóm. 

Hún er, að mínu mati, þessi hvunndagshetja sem maður veit ekki af. 

Í sínum veikindum hefur hún staðið sig eins og hetja. Tekið því sem að höndum ber af æðruleysi og með þeim orðum að þetta ætli hún að sigra. 

Í gær kíkti ég í heimsókn til hennar og ungana á LSH þar sem hún liggur inni, svona á milli þess sem hún fer heim.

Síðustu umferð tapaði hún en þá næstu ætlar hún að vinna (eins og hún orðaði það). 

Börnin  eru hennar akkeri. Og af þeim stuðningi myndi margur verða stoltur. Því börnin hennar eru einstök, jaxlar í erfiðum aðstæðum.

Þessi litla fjölskylda hefur reynt margt. En samheldnin hjá þeim þrem er einstök.

Maður upplifir sig svo máttlítinn, það er lítið sem maður getur gert til að létta þeim lífið. Annað en að hugsa til þeirra, taka utan um þau  og sýna þeim umhyggju.

Í þessu amstri öllu sem nú tröllríður þjóðfélaginu mætti maður oftar staldra við. Og hugsa um þá sem  þurfa að hafa meira fyrir lífinu en maður sjálfur.  Og vera þakklátur fyrir það sem maður á. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

þakka þessi hlýju orð Dagný mín, ekki síst til barnanna minna.

knús og kremj

Gunna frænka

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 24.1.2009 kl. 22:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband