Færsluflokkur: Bloggar

Sorg í hjarta

c_documents_and_settings_sk8014_desktop_blogg_gleymmerei0Í dag ,á þessum fallega degi, er hjarta mitt fullt af sorg.

Seint í gærkvöldi lést föðursystir mín. Hún háði hetjulega og harða baráttu við krabbmein. Hún ætlaði að sigra þennan fjanda en varð að láta í minni pokann. 

Sigurinn ætlaði hún að vinna fyrir börnin sín, sem voru henni allt. Síðustu vikurnar barðist hún fyrir þau og eingöngu þau. 

Við sem að henni stóðum munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að hugsa um börnin hennar, klettana í hennar lífi.

Elsku Haffi min og Kata, ég og mínir hugsum til ykkar - alltaf. 


Hvunndagshetjan

Eins og allir á ég frænku (og það fleiri ein eina!).

Þessi frænka mín hefur undanfarið árið og rúmlega það barist við erfiðan sjúkdóm. 

Hún er, að mínu mati, þessi hvunndagshetja sem maður veit ekki af. 

Í sínum veikindum hefur hún staðið sig eins og hetja. Tekið því sem að höndum ber af æðruleysi og með þeim orðum að þetta ætli hún að sigra. 

Í gær kíkti ég í heimsókn til hennar og ungana á LSH þar sem hún liggur inni, svona á milli þess sem hún fer heim.

Síðustu umferð tapaði hún en þá næstu ætlar hún að vinna (eins og hún orðaði það). 

Börnin  eru hennar akkeri. Og af þeim stuðningi myndi margur verða stoltur. Því börnin hennar eru einstök, jaxlar í erfiðum aðstæðum.

Þessi litla fjölskylda hefur reynt margt. En samheldnin hjá þeim þrem er einstök.

Maður upplifir sig svo máttlítinn, það er lítið sem maður getur gert til að létta þeim lífið. Annað en að hugsa til þeirra, taka utan um þau  og sýna þeim umhyggju.

Í þessu amstri öllu sem nú tröllríður þjóðfélaginu mætti maður oftar staldra við. Og hugsa um þá sem  þurfa að hafa meira fyrir lífinu en maður sjálfur.  Og vera þakklátur fyrir það sem maður á. 

 


Hraðbankar...

Svona af því að ég er í bloggstuði.

Það að nota peninga í viðskiptum virkar ágætlega finnst mér. Ég held mikið meira í peningana en þegar ég veifa kortinu. 

Í Bónus þarf nánast að rífa af mér seðlana.... ég virkilega spái í það hvort spaghettíið kosti 150 eða 300. Spáði ekkert í það áður. Borgaði bara og labbaði út.

En frétt dagsins er sú að ég mundi pin númerið mitt ................... í tilraun númer tvö. 

 


Sófabúðir.

Síðastliðið ár og rúmlega það höfum við skötuhjú verið að breyta, bæta, laga og henda út af okkar heimili.

Fljótlega eftir að við fluttum hér inn byrjuðu pælingar með pláss hér fyrir utan húsið sem okkur fannst dautt -og þjónaði ekki öðru hlutverki en að geyma ruslatunnuna.  Eftir marga hringi og enn fleiri pælingar fórum við af stað með góðum grönnum og fórum að reyna við arkitekta og bæinn til að fá samþykkt að byggja á þessum bletti. Það tókst eftir marga marga mánuði og endalausa hnúta sem þurfti að hnýta. Nú á milli hátíðanna var smiðshöggið svo rekið á framkvæmdina þegar parketið var lagt. Og þar með telst húsið tilbúið. 

Oft höfum við á þessu ferli nánast gefist upp og fengið ógeð á framkvæmdum. Það að bardúsa svona heima hjá sér og búa svo í draslinu er ekkert grín. 

Í sumar var betri helmingurinn nánast fleginn lifandi þegar ég gekk inn í húsið. Þá var hann með bollaslípivél og var að pússa gólfið. Hafði tilkynnt mér hátíðlega að ekkert þyrfti að arisera, taka út húsgögn eða breiða yfir - því rykið færi beint í ryksuguna. YEA RIGHT!!!! Þegar ég kem inn í húsið fékk ég taugaáfall og öskraði eins og smá stelpa. Húsið mitt  var á KAFI í ryki. Myndirnar mínar ´á veggjunum voru eins og myndir í draugahúsamyndum frá henni Ameríku. Mér var EKKI skemmt..... 

Þetta er að sjálfsögðu allt gleymt (nema í minningunni!). Þegar húsið er svo tilbúið þarf að skoða húsgögnin. Og niðurstaðan er sú að ALLT þarf að fara.... ef það þarf ekki að fara þá verður það að fara. Því húsmóðirin stendur á því fastar en fótunum að það passi ekki inn!!

Vegna þessa fórum við í bæjarferð í dag. Grísirnir fóru til ömmu í pössun og við af stað. Við fórum í allar húsgagnaverslanir bæjarins sem selja sófa undir milljón. 

Eftir þá ferð koma tveir sófar til greina, eitt sófaborð, nokkur borðstofuborð. Geðheilsan var farin og heilasellurnar fáu sem lifðu eru dauðar. 

Þetta finnst mér leiðinlegra en að kaupa bíl. Enda varð ég að fara heim og hvíla mig eftir þetta allt saman - áður en ég náði í börnin. 

Ég eyddi því deginum í það að færa mig á milli sófa. .........


Kortagleypir!

Ég hef ættir til að vera svolítið utanvið mig. Og eitt sem ég hef átt erfitt með að troða inn í minn ljóshærða haus eru pin númer. Þau eru minn versti óvinur.

Sérstaklega hefur þetta verið erfitt síðasta eina og hálfa árið eða svo, þar sem ég hef fengið nokkrum sinnum ný kort. Alveg hrikalegt! 

Af debetkortinu mínu hef ég fengið tvö pin númer, og þetta seinna fékk ég því ég mundi ekki hitt!! 

Þegar ég fékk þetta seinna númer ákvað ég að vera ægilega sniðug og búa til eitthvað gott plott í símann minn. Svo ég myndi nú alveg örugglega ekki gleyma þessu bévítans númeri.

Um áramótin tókum við skötuhjú þá ákvörðun að nota peninga í okkar viðskipti - ekki kort. Það þýðir að Dagný þarf að fara í hraðbanka. Og til að geta fengið peninga í hraðbanka þarf ungfrú Dagný að muna pin númerið sitt....... big mistakeDevil

Í gær fórum við svellköld með þann yngsta jarmandi í aftursætinu í grísa búðina. Og áður fórum við í hraðbanka til að ná í peninga. 

Ég byrja á fyrstu tilraun, og uppkom að vitlaust númer væri slegið inn. Ég hleyp í bílinn aftur og kíki á símann, geri svo aðra tilraun... og upp kemur aftur að vitlaust númer væri slegið inn.

Þið vitið að maður má gera þrjár tilraunir eftir það gleypist kortið. 

Þá segir betri helmingurinn að við skyldum fara yfir í KB banka.... why.. I don´t know og hann er bankamaður (ætti að vita þetta!). 

Í KB slæ ég inn pin númer og helvítis bankinn gleypir kortið mitt!!

Við fengum svona kjánahroll... og horfðum hvort á annað - augljóslega færum við ekki í búð þar sem veski betri helmingsins var heima. 

Þetta vakti mikla kátínu í ökumannssætinu (ég sat ekki þar!) og ennþá meiri gremju í farþega sætinu.... bæði frammí og aftur í! 

Og ekki minnkaði kátínan þegar ég , á heimleiðinni, fattaði hvert númerið var. En plottið var of flókið fyrir mig að leysa  - svona á staðnum.

Þannig að á morgun þarf ég að tölta í KB banka og ná í debetkortið mitt....


Og ég er að lesa Friðland

Gat nú verið, búin að liggja yfir Friðlandi í tvo daga....  Þá er talað um að þetta sé eitthvað feik...Woundering
mbl.is Skrökvaði Liza Marklund?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leitin að jólaandanum.

Ungviðið er að setja skó út í glugga til að bíða eftir jólasveininum. Þess á milli má búast við ungviði um allar jarðir að leita að jólasveininum.

Hins vegar hef ég verið í ákafri leit, með dyggum stuðningi samstarfskvenna minna, að jólaandanum. 

Ég er kennari, og af þessum 120 starfsmönnum í skólanum eru um 100 konur. 

Þær eru að baka mörg hundruð og tuttugu sortir af smákökum, skrifa jólakort, þrífa, syngja á tónleikum og allt annað sem þeim dettur í hug. 

Ég hef verið alveg vita vonlaus í þessum efnum. Er búin að baka eina litla sort af kökum sem við klárum sennilegast um helgina. Er búin að taka 100 myndir til að fá EINA góða til að setja á jólakort. Svo þurfti að panta kortin, redda síðustu jólagjöfunum. Og ég á aaaalveg eftir að þrífa.... 

ásamt því að búa til ísinn, baka smákökurnar svo fátt eitt sé nefnt. 

Jólaandinn hefur algerlega farið framhjá mér á leið sinni um landið. Ég hef ekki spáð neitt í jólalögum eða öðru jólalegu. Tók niður jólaskrautið til þess eins að setja það upp á loft aftur. 

Alveg glötuð, og ég sem var mikið jólabarn. 

Þetta er samt held ég allt að skána, í dag tók ég mig til og hnoðaði deigið í mömmukökurnar. Þá var lagið mitt spilað, þá fékk ég smá fiðring í hjartað.... Og bara YES andinn er á lífiSmile

Í næstu viku stendur til að fara í leitina að jólaandanum á Laugaveginum með samstarfskonu (m).. ef þið sjáið nokkrar í hóp arkandi um Laugaveginn og skimandi í allar áttir þá eru það viðWhistling


Jólaskraut...

Það er eitt sem ég sakna á þessum tíma, það er að vera heimavinnandi.

Að geta dúllað sér við að þrífa glugga, skápa, veggi, gólf og gardínur. Að geta tekið heilan dag (eða svona næstum) í að ákveða í hvaða glugga þú setur hvaða seríu. Og meira að segja ákveðið hvaða glugga þú vilt taka í dag.... Bakað og nostrað við jólakortin o.s.frv. 

Þegar maður er útivinnandi finnst mér þetta stórmál. Ég er búin að HUGSA um jólaskrautið í 2 vikur. Farið eina ferð upp á háaloft. Fann einhverjar kúlur og seríu. Ein sería er komin inn í barnaherbergi og jólasveinn á borð. 

Veit ekki hvernig ég á að koma öllu hinu fyrir, skreyta, baka, þrífa, skrifa jólakort, pakka inn gjöfum (keypti þær allar í US of A). Andleysið er að mig lifandi að drepa ásamt almennri þreytu. 

Svo til að toppa þetta allt. Þá er ég búin að rúsa húsinu á síðasta ári og breyta og bæta. Jafnvel til hins verra - því allt í einu á ég eldhúsglugga... sem ég get sett t.d. jólagardínur í (fyrir utan að mig grunar að ég hafi HENT þeim í einhverju kastinu). Svo nú sit ég uppi með alls konar seríur og dót sem ég sé ekki fyrir mér að ég geti notað.  Og það á krepputímum.

Þannig að nú reynir á útsjónarsemi húsmóðurinnar..... gat það í vinnunni þegar kom að jólaföndrinu sem átti ekki að kosta neitt..... en er ekki eins bjartsýn á heimiliðCool

 


ABBA

Þegar ég var yngri átti ég ömmu og afa sem bjuggu langt í burtu (miðað við Bolungarvík, nafla alheimsins!). Þau voru öðruvísi afi og amma, að mínu mati byggði afi Perluna (með berum höndum!) en það var ekki alveg svoleiðis, heldur var hann hitaveitustjórinn og kom að verkinu svoleiðis.  Amma mín var, að mínu mati, stórskemmtileg kona, sem átti nammi í fötu og talaði rosalega mikið og hátt. Var alltaf að flýta sér og hefur örugglega verið góðkunningi lögreglunnar í hraðasektum mælt (veit þá hvaðan hmm hmm hefur það)!

Þau höfðu gaman af veislum og að vera í kringum fólk. Amma hafði engan áhuga (eða tima) í að baka eða prjóna. Þannig að hún keypti bara kökurnar. 

Þessi mikilvægu einstaklingar í mínu lífi kvöddu þennan heim fyrir 8 árum með nokkurra mánaða millibili. Á þessum tíma var annað erfitt tímabil í mínu lífi og því enn erfiðara fyrir mig að höndla alla sorgina (en hún var í raun margföld). 

Það er svo skrítið þegar maður gengur í gegnum svona tímabil hvað litlir hlutir skipta miklu máli. 

Amma mín var ABBA aðdáandi. Og var m.a. eitt lag þeirra spilað í jarðarförinni. 

Ég hef alltaf haft gaman af ABBA. En á meðan þessu tímabili stóð gat ég ekki hlustað á ABBA án þess að hreinlega bresta í grát. Hvað þá lagið sem var spilað í jarðarförinni. Það gat ég ekki hlustað á í mörg ár. 

Í sumar fór ég á Mamma Mia og óvænt þurfti ég að þurrka tárin í loka atriðinu því þar var jarðarfarar lagið komið. 

Fyrir rúmri viku síðan fór ég á ABBA showið sem var í Valsheimilinu. Allan tímann var hugurinn hjá ömmu, sérstaklega þegar lög voru sungin sem ég vissi að hún hélt upp á. 

En það sem mér fannst gaman að sjá hversu margir úr minni fjölskyldu voru komnir á showið og allir örugglega hugsað til kellu á einum eða öðrum tíma á showinu. 

Afi og amma voru fólk sem maður minnist með gleði. Og er ég voða fegin að ég get nú í dag hlustað á ABBA og glaðst, sungið með og séð kellu fyrir mér við hliðina á mér að taka snúning.  Að ég tali ekki um veiðistöngina sem hefur fengið að rykfalla í bílskúrnum, hana hef ég ekki getað snert í nokkur ár.  En kúnstina að veiða lærði ég hjá þeim.  Nú í sumar gat ég tekið stöngina fram, strokið henni og hugsað - jú nú byrja ég aftur.

Þannig er lífið svo skrítið. Maður fer í gegnum eitt skeið og annað tekur við. Sorgin gengur yfir, örið situr eftir - en minningarnar verða fallegri og fallegri, dýrmætari og dýrmætari. 

Voðalega er ég djúp í kvöldHalo

 


Fallin á mömmu prófinu.

Það má segja að kennarinn hafi kolfallið á mömmuprófinu í morgun.

Betri helmingurinn (líka nefndur litli Landsbankamaðurinn) lá veikur heima svo frúin sá um að koma börnunum á sinn stað, þ.e. leikskólann. 

Ég losa BÆÐI börnin úr stólunum og segi þeim eldri að rölta inn, ég komi eftir smá stund, eftir að ég hafi farið með hinn. 

Inn rölti ég með þann yngri og hann hleypur glaður í burtu. Eftir það labba ég út, sest inn í bíl og keyri í burtu. 

Þegar ég er búin að keyra í smástund hrekk ég illilega í kút. Ég fór bara með ANNAÐ barnið á leikskólann...... 

Þá varð panik í bílnum, ég ríf í veskið - upp með símann og aldrei þessu vant mundi símanúmerið á leikskólanum. Hringi þangað og hún svarar á deild þess sem ekki var farið með. 

Hún var þá einmitt nýbúin að spyrja þann stutta hvort hann væri einn á ferðCool

Mér finnst þetta eiginlega síðasta sort - að gleyma mínu eigin barni. Held að líkurnar séu minni á því að ég gleymi börnunum í skólanum, a.m.k. tel ég alltaf á morgnanna til að gá hvort allir séu komnir, þegar við förum eitthvað er talið í röðinni o.s.frv. 

En mín eigin börn eru greinilega ekki röð eða ákveðin talaWoundering


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband