Færsluflokkur: Bloggar

Október liðinn.

Andinn hefur eitthvað verið fjarri lagi undanfarnar vikur. Kannski vegna þess að mikið hefur verið að gera.

Þann 16. og 17. þreyttu bæði mín börn í skólanum og minn heima, samræmd próf. Þetta er mikið stress fyrir kennarann. Ég fékk það komment frá einu foreldri að barnið sagði, heima fyrir, að ég væri stressaðri en þau! Ekki minna mæddi á mér sem foreldri. En þetta er búið og gert og svo kemur í ljós hver árangurinn er. 

Um leið og samræmda stærðfræði prófinu lauk fór ég af landi brott með samstarfskonu minni. Við héldum svellkaldar til Minneapolis. Vorum þar á námskeiði. Og aaaaaaðeins að kíkja í búðir.  Þetta Mall of America er yfirgengilegt. Við vorum alla 4 dagana að læra að rata um ferlíkið. Náðum að fara yfir eina hæð!! Einn daginn villtumst við illilega, höfðum leigt skáp undir pokana og ákváðum rétt fyrir kl 5 að nú væri komið nóg. Rukum af stað áleiðis að skápnum, en þá kom í ljós að útgangurinn þar sem hótelskutlan kom - var hinu megin í húsinu. Við ætluðum að stytta okkur leið í gegnum Nickelodeon garð sem er í miðju hússins, en ekki vildi betur til en svo að við villtumst þar. Og tók það okkur 15 mínútur að komast út úr húsinu. Sannkallaðar sveitakonurSmile. Þá tókum við leigubíl upp á hótel!

Síðasta daginn á námskeiðunum fórum við í skólaheimsóknir. Þar sá maður hvernig menningarmunurinn er. Við viljum flott hús og húsgögn, en hvað fer inn í stofurnar skiptir minna máli. 

Þarna eru húsin ekki merkileg, á okkar mælikvarða, húsgögnin ekki samkvæmt nýjustu tísku - en svo vel eru stofurnar búnar að það er alveg ótrúlegt. Í hverri stofu voru 500 bækur. Einnig var í skólunum vel búið bókasafn, tölvustofur o.s.frv. 

Það sem kom okkur líka á óvart var aginn og hvað börnin voru kurteis. Held að við gætum lært ýmislegt af þessari blessuðu þjóð. 

Bandaríkin eru að mínu mati æðisleg. Fílaði mig alveg í botn þarna. 

Þegar ég kom heim var vetrarfrí að hefjast. Og byrjaði ég að vinna í gær. Reyndar hluta úr degi þar sem sá yngsti nældi sér í fyrstu lungnapestina í vetur. 

Er því heima núna og búin að vera síðan á hádegi í gær. Vonandi er þetta síðasti dagurinn heima og hann komist á leikskólann á morgun. 

 

 


Egill og Jón Ásgeir

Ég horfi ekki oft á Silfur Egils, en sá áðan viðtal Egils við Jón Ásgeir.

Egill hafði gott  tækifæri til að taka gott viðtal, sérstaklega þar sem Jón Ásgeir var sá eini sem var tilbúinn að koma, af þessum bankagúrum öllum saman.

Mér finnst það virðingarvert við Jón Ásgeir að hafa sagt já. En hann sér örugglega eftir því núna. 

Mér fannst Egill eiginlega missa sig í að hrauna yfir Jón Ásgeir. Talandi um skaðabætur frá hans hendi til annarra hluthafa Glitnis (tapaði Jón Ásgeir ekki manna mest af hluthöfunum). Hvort hann ætlaði ekki að fara að vinna á kassa í Bónus. Selja íbúðina í Bandaríkjunum og snekkjuna.  Oft fannst mér Egill dónalegur og hefði ég ekki orðið hissa ef Jón Ásgeir hefði hreinlega staðið upp og labbað út.

Það getur vel verið að hægt sé að rekja eitthvað af ástandi Glitnis til óábyrgrar peningaeyðslu stjórnarinnar. Og getur vel verið að það sé hluti af því sem felldi bankann. Og getur alveg verið að það eigi líka við Landsbankann og Kaupþing. En það sem gerðist líka, og skiptir meira máli er að svokallaðar lánalínur (sem eru frá öðrum bönkum erlendis frá) lokuðust og jafnvel kom krafa um uppgreiðslur lána.  Umsvif bankana voru orðin svo mikil að litla þjóðarbúið getur ekki staðið undir þessu.

Ástæður þess að bankarnir fóru í útrás og gátu leikið sér á gráu svæði er ekki Jóni Ásgeiri að kenna, hann nýtti sér þessar aðstæður eins og fleiri. En það er Davíð að þakka/kenna og þeim sem voru með honum í stjórn. Því lögin um bankana þegar þeir voru seldir leyfa þetta. 

Því skora ég á Egil að bjóða Davíð næst með Halldóri og ræða við þá. 

 Ég vil samt taka fram að ég skil reiði fólks. Ég hef verið reið líka.  En í dag er staðan svona og við verðum frekar að horfa á hvernig ætlum við út úr þessu. Og setja lög til að koma í veg fyrir að svona hlutir geti gerst aftur. Það að vera dónleg hvert við annað skilar ekki neinu á þessum tímum.


Dýra bensínið.

Það má orða það þannig að þessi vika hefur verið erfið fyrir okkur hér í Greninu. Ástæðan er sú að betri helmingurinn vinnur í Landsbankanum. Need I say no more?

Hefði aldrei trúað því hvers konar rússíbanareið nagandi óvissa hefur. Gærdagurinn var laaaang verstur. Litli Landsbankamaðurinn minn sagði þetta hafa verið versta dag sem hann hefur lifað. Og þó dó enginn. 

Hann var ekki skárri hjá mér, þó ég hafi verið örugg með mína vinnu! Það var eftir kl 16 sem hann hringdi loksins og sagðist fá að vera með. Þvílíkur léttir.  En fyrir hann komu svo aðrar tilfinningar sem snúa að því að kveðja þá sem fengu ekki að vera með.  Þessi dagur er því á toppnum yfir slæma daga. 

Vegna alls þessa hef ég ekki verið í ástandi til að segja frá samskiptum okkar, Landsbankamannsins og mín, sem áttu sér stað síðastliðinn þriðjudagsmorgunn. 

Hann hringdi í mig um kl 9.30 og sagði mér að fara og taka bensín, því verðið væri að hækka. Hlýðin konan fer af stað (aldrei þessu vant). Í beljandi roki og rigningu.

Úti við Atlantsolíu stóð ég og ringdi niður á meðan ég fyllti bílinn. Þegar ég svo sest inn er ég svo blaut að ég varð að fara heim og skipta um föt. 

Þegar ég er svo að labba upp stigann í skólanum hringir hann aftur. Og spyr hvort ég hafi nokkuð verið búin að taka bensín..... Jú segi ég, þá segir hann af hverju?!  Því bensínið er að fara að lækka um tíkall!! 

Ég varð svo reið að það var eins gott að ég náði ekki í hann. En fólkinu mínu í skólanum fannst þetta ægilega fyndið. Og kom annar skólastjórinn og knúsaði mig stuttu seinna og spurði hvort ég væri búin að jafna migWink.

Ég keyri því þessa dagna á ægilega dýru bensíni... og bíð eftir að komast á Atlantsolíu aftur til að taka bensín á lægra verði......


Tölvuleikurinn sleggjan...

Það er ekki alltaf tekið út með sældinni að eiga foreldra (eða ættingja) sem eru áberandi í íslensku þjóðlífi. Því hef ég oft fengið að kynnast. Hvort sem er á heimahögunum eða nú hin síðari ár í fjölmiðlum og á síðum netsins. 

Á mælikvarða sonar míns tók steininn úr á laugardagskvöldið. Þegar við, fjölskyldan, sátum og horfðum á frænda okkar í Spaugstofunni.  Allt í einu kemur þessi svaka fyndna lýsing á gaurum sem eru með tölvuleikjaþátt á Skjá einum. Og leikurinn sem var verið að kynna var tölvuleikurinn Sleggjan! 

Við fullorðna fólkið gátum nú hlegið og glott út í annað, en börnin sátu stjörf í sófanum og horfðu á afa sinn verða að gulum kalli með grænt hár, skjótandi alls konar merki. Sá elsti átti ekki til orð og var hálf sár að verið væri að gera grín að afa sínum.

Kosturinn við heim sonar míns er að hann áttar sig ekkert á því af hverju afi er í fréttum. Hann nennir ekki að lesa Fréttablaðið á morgnanna og ennþá síður að horfa á Sjónvarpsfréttir - nema hann sjá afa bregða fyrir.  Fegnust er ég þó fyrir það að hann lesi ekki bloggsíður. Þó ég hafi tekið þá ákvörðun að sneiða framhjá bloggsíðum sem rakka hann niður, kemst maður ekki hjá því að sjá og heyra það sem ákveðnu fólki finnst. 

Þá óska ég þess að pabbi minn væri Jón Jónsson úti í bæ. 

 


Klukk

Föðursystir mín elskuleg klukkaði mig í leik. Og þar sem ég er þreytt eftir daginn nenni ég þessu núnaSmile

Fjögur störf sem ég hef unnið um ævina: 

Í fiski 

Við umönnun aldraðra 

Í búð 

Læknaritari

Kennari (varð að hafa 5, því þetta er nánast tæmdur listi)

 

Fjórar kvikmyndir sem ég held uppá: 

Bridget Jones

Pretty Woman

Mamma Mia

æi dettur engin í hug... er greinilega í vasaklútamyndumWink

 

Fjórir staðir sem ég hef búið á: 

Bolungarvík city

Ísafjörður

Reykjavík

Mosfellsbær.

 

Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum: 

Grikkland

Spánn

Frakkland

Danmörk

England (5 staðir til að bæta upp skort á bíómyndum!).

 

Fjórar síður sem ég skoða daglega fyrir utan blogg: 

mbl.is

visir.is

bb.is

mentor.is   /nams.is / skolavefurinn.is

 

Fjórar bækur sem ég les oft

Les bækur bara einu sinni. En gæti hugsað mér að lesa aftur Flugdrekahlauparann. 

Svo les ég matreiðslubækur að sjálfsögðu nokkuð oftTounge

 Fjórir staðir sem ég myndi vilja vera á núna: 

Í Frakklandi

Í sumarbústað með mínu fólki

Á Hornströndum

Í rúminu með góða bók.

 

Fjórir bloggarar sem ég ætla að klukka: 

zigrun.blog.is 

katad.blog.is

gudlauges.spaces.live.com

 jonasantonsson.blog.is   Takk fyrir mig Smile

 

 

 


Gullgrafari.

Þegar maður á þrjú börn skiptir máli hvort stígvélaparið kostar 1600 eða 3000.

Í dag kom í ljós að sá yngsti var vaxinn hraðar upp úr sínum skóm og stígvélum en sá í miðið gerði. En hann vex reyndar afspyrnu hægt. 

Því ákvað ég að drífa mig í RL vöruhús (eftir smá skönnun í Hagkaup og var ekki til í að kaupa Latabæjar stígvél á fullt af þúsund köllum). 

Mér leið eins og gullgrafaraWoundering

Fyrir ykkur sem eigið ekki börn eða stærri börn., þá er það ekki þannig í RL vöruhúsi að öllum skóm sé skipulega raðað upp eftir stærðum, lit og gerð. Heldur er þeim sturtað í stóra kassa. Og ægir þar yfirleitt öllu saman.

Þar standa mæðurnar, eins og dósatýnslu fólk að nóttu til í miðborginni, og leita að skóm á ungviðið. Ég stóð þarna sjálf í dag í 20 mínútur. Og fann á þeim tíma EITT par af stígvélum númer 23. 

Mér var eiginlega allri lokið að þessum tíma liðnum, sá yngsti hafði dundað sér við að týna stígvél í körfuna og voru í henni ansi mörg pör af stígvélum af öllum stærðum - NEMA 23. Og sá í miðið dundaði sér við að endurraða dótinu, því honum fannst það svo illa skipulagt!!

En það sem mér fannst meiri frétt var að við 3 vorum öll vinir þegar við löbbuðum út. Enginn týndur, grátandi eða reiður.

Og það er afrekSmile


Heimur hinna heyrandi.

Nú í kvöld sat ég við eldhúsborðið og gaf þeim yngsta að borða fyrir svefninn.  Út  undan mér sé ég hreyfingu við útidyra hurðina í eldhúsinu. Þar fyrir utan stendur hinn kurteisasti maður með einhverja miða í hendi.

Ég opna út og hann réttir að mér happdrættismiða til styrktar heyrnarlausum. 

Ég kíki á miðana, SNÝ mér í BURTU og segi í leiðinni - já bíddu aðeins (gaurinn heyrir ekki - þið skiljið). Ég næ í veskið og rétti honum kortið. Hann rennir því í gegn og réttir mér afritið og penna með.  Allt í góðu með það, ég kvitta og hann bendir á vélina - þá að spyrja hvort ég vilji afrit. Ég segi YES THANK YOU (gaurinn er heyrnarlaus - en alveg örugglega íslenskur!!). 

Til að toppa vandræðalegheit mín þá gerir hann hreyfingu eins og ég sé að skrifa. Ég fer að líta í kringum mig, kortið í veskinu, kvittunin líka og happdrættismiðinn, og enn gerir hann skriftar hreyfinguna. Hana þurfti hann að gera einu sinni enn þar til ég rek augun í pennan á borðinuBlush. Að sjálfsögðu þarf hann pennan til að geta notað posann..... 

Ég var mjög fegin þegar ég lokaði dyrunum, og skammaðist mín niður í tær. 

Sé fyrir mér næsta samkomukvöld hjá heyrnarlausum þar sem hlegið er af okkur heyrandi fyrir kjánaskapinn. 


Laugavegurinn og Fúsi.

Í dag fórum við rúnt niður Laugaveginn, sem er mjög sjaldgæft á þessum bæ. Ég skil ekki alveg umræðuna um Laugaveginn. Fyrir mér var annað eða þriðja hvert verslunarpláss autt. Á göngustígum voru rónar og túristar. 

Af hverju er verið að eyða orku í 19.aldargötumynd, eða eyða fullt af peningum í verndun og uppkaup á gömlum húsum þegar fyrsta skrefið væri að fá líf í miðbæinn? 

 Annað sem mér fannst merkilegt í dag, var viðtal sem ég las við Fúsa handboltamann. 

Þar var hann (og mamma hans líka) að lýsa hvernig var þegar hann var strákur. Fékk aldrei sjens í handboltanum því hann var svo stór. Ekki fyrr en einhverjir Rússar tóku við þjálfun.

Nú þekki ég svona dæmi sjálf, sem kennari, móðir, systir. Sonur minn hefur ekki haft mikinn áhuga á fótbolta. Hefur ekki hjartað í þennan leik. Í vor var málið orðið það að hann var öskraður út af vellinum í frímínútum ef hann vildi vera með í fótboltanum, því hann kunni ekki neitt í honum og þótti ekki nógu góður. Þetta braut hann niður og hann upplifði sig sem aumingja. Í sumar var því brugðið á það ráð að senda stráksa á fótboltanámskeið. Þar var hann langelstur ( 2-3 ár skipta miklu máli þegar þú ert 8). 

Man svipaða sögu líka með bróður minn, hann þótti ekki nógu góður fyrir þá sem voru fyrirferðamestir í liðinu og því eiginlega bolað í burtu. 

Sem kennari sé ég þetta daglega, þegar fótboltinn byrjar. Þessi er aumingi og hinn kann ekki neitt. 

Held svei mér þá að ég ætti að hringja í Fúsa og heyra hvernig hans hugmyndir eru, á þann hátt að líka sé gert ráð fyrir þeim, innan íþróttanna, sem ekki vilja vera afreksmenn heldur bara vera með.  

 


Skvísukvöld!

Sálin verður í Hlégarði hér í sveitinni laugardagskvöldið 6.september.

Ertu meðSmile


Stórasta land í heimi og hin sem horfði ekki á...

Í gær var skólasetningin. Krakkarnir mínir voru eins og dæmd til aftöku (7.bekkur NB). Ekki spennandi að mæta í skólann. Ég afhenti þeim töflurnar og sendi þau heim að horfa á leikinn. Þau voru snögg út!

Ég, ásamt Kolbrúnu Bergþórs,horfði ekki á leikinn. Kíkti á netið af og til. En get alveg viðurkennt að ég áttaði mig ekki á mikilvægi leiksins. Sat svo með tárin í augunum og hálf skældi með leikmönnum og menntamálaráðherra á eftir Smile

Mér finnst forsetafrúin alveg yndisleg. Hvernig þau hjón lifa sig inn í leikinn og njóta í botn að vera þarna úti. Ef einhver fer í Dogma má hann kaupa bol fyrir migWink

Það er óhætt að segja að þjóðin sé á öðrum endanum. Mér finnst verst að eiga ekki fánastöng. Myndi flagga í tilefni dagsins. 

Í morgun átti ég vaktina og horfði á ótrúlegan leik Norðmanna og Rússa. Þar sem þær norsku rúlluðu yfir rússana. 

Á morgun má ég sofa og ekki einu sinni úrslitaleikur á ÓL breytir því, hins vegar verð ég vakin ef eitthvað athyglisvert gerist - svona svo ég geti skælt með hinum. 

Áfram ÍSLAND og DORRIT!!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband