24.4.2007 | 15:08
Árinu eldri
Haukur kvartaði undan því í gærkvöldi að ég hefði ekki bloggað í marga daga. Svo hann hafi eitthvað að gera á kvöldin - annað en að knúsa mig - verð ég að hlýða... Af því að ég þyki svo einstaklega góð í taumi. Not.
Síðasta vika var hreint ágæt. Á föstudaginn varð húsmóðirin árinu eldri. Makinn hélt upp á það með því að fara vestur á Ísafjörð með eldri synina tvo, ég var heima með minnsta stubbinn. Ég naut þess voða vel að vera í þögninni með þeirri vitneskju að þegar ég tók til var hreint - í 2 daga!
Ég hef aðeins verið að fylgjast með kosningabaráttunni, eiginlega í fyrsta skiptið. Er held ég orðin það gömul að ég fari að mynda mér skoðanir! Það er merkilegt að fylgjast með þessum þáttum í sjónvarpinu. Fyrsti þátturinn var, að mér fannst, hálfgerð hörmung. Því allir töluðu hver í kapp við annan svo úr varð Hornbjarg á góðum degi. Þáttur nr 2 var skárri. Þá fékk fólk að tala í friði (að mestu leyti) og var það virkilega skemmtilegur þáttur, málefnalegur og góður. Hann var haldinn á Ísafirði, þar sem aðalmálin eru samgöngumál og atvinnumál. Það kom mér á óvart hvað Sturla fékk harða andstöðu og virtist ekki með vinsælustu mönnunum á staðnum. Ég er svo sem brottflutt fyrir nokkrum árum og er því ekki alveg inni í samgöngumálunum, viðurkenni það. Finnst hann reyndar frekar "linur" sem ráðherra. Ekki standa nógu fast á sínu og ekki með góð rök í sínu máli (hvort sem það snýr að vestfjörðum eða öðrum). Það var alveg frábært að sjá hversu margir mættu á fundinn,miðað við fundinn á Selfossi.
Grétar Mar var ekki að gera sig fannst mér, ég efa það ekki að hann viti mjög margt um kvótakerfið, en það eru fleiri mál sem fólk vill ræða. Ég sá hann svo aftur í þætti í sjónvarpinu sl. sunnudag og þá byrjaði hann á kvótakerfis ræðunni sinni með hávaða og látum. Það trekkir ekki að.
Jón vinstri grænn var heldur ekki að vinna á. Það kom mér á óvart, því miðað við fylgis aukningu þeirra í kjördæminu hélt ég að þarna væri kominn algjör nagli. Bæði hann og svo Atli Gíslason í Suður kjördæmi virðast aðallega byrja sitt mál á því að tala um Sjálfstæðisflokkinn og hvað hann hefur gert slæmt í sinni stjórnartíð. Áður en þeir tala um það sem Vinstri grænir ætla að gera.
Vinstri grænir og Íslandshreyfingin eiga það sameiginlegt að vilja tala mikið um umhverfismál sem allir eru orðnir hundleiðir á. Þessi kona, Ásta eitthvaðdóttir. Var góð í þættinum sl. sunnudag. Því þar verið að ræða mál sem eru innan sviðs hennar vinnu, minnir að hún sé vistfræðingur. Þannig að hún kom vel út úr umræðum um höfn í Bakkafjöru, göngum til Eyja o.s.frv.
Mér fannst kallinn standa sig eiginlega best í þessum Vestfjarðaþætti sjónvarpsins. Var málefnalegur og rökfastur. Lét ekki draga sig inn í einhvert orðaskak. Ég er ekki alveg hlutlaus. Sjáum svo hvernig hann verður í sjónvarpinu í kvöld.
Ég sakna að sjá umræðu um málefni barna fjölskyldna og unga fólksins.
Hvernig á að fara með tannlæknakostnað barna, læknakostnað barna. Skólakerfið. Menntun kennara og leikskóla kennara, launamál þeirra. Og fleiri mál sem snúa að barna fólkinu.
Nú er sá yngsti farinn að gala... svo meira síðar.
Athugasemdir
Innilega sammála þér með pólitíkina, hvar er umræðan um fjölskyldur og barnafólk? Eða launamálin?? Þetta er það sem skiptir mestu máli!
Sigrún (IP-tala skráð) 24.4.2007 kl. 19:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.