Ryðgaður bær

Eins og ég nefndi hér í gær fóru feðgarnir vestur á firði um helgina. Á sunnudaginn lá leiðinni í Víkina mína. Þegar þeir keyrðu inn í bæinn heyrðist í þeim stutta - pabbi af hverju er allt svona ryðgað hérna? Þá sá hann ryðgað hús, ryðgaðan bíl o.s.frv. Fannst allt í niðurníðslu. 

Mér fannst hálf sorglegt að heyra þessa sögu, því þetta er bærinn minn. Ef þú sem ferðamaður kemur í bæinn er það fyrsta "lookið" sem skiptir mestu máli.  

Ef þau sem stjórna detta hér inn - þá vil ég beina því til þeirra að huga að umhverfinu og hreinsa til fyrir sumarvertíðina.

Kannski ég sendi þeim bara póstSmile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband