5.5.2007 | 12:36
Úti á landi.
Ég er utan að landi eins og margir vita, frá hinni frægu Bolungarvík.
Á Vestfjörðum er fréttavefurinn bb.is sem sér okkur brottfluttu fyrir fréttum af svæðinu.
Á rúnti mínum á netinu áðan verð ég að viðurkenna að hakan seig örlítið.
Það var frétt þess efnis að byrjað er að birta myndir, á vef sjúkrahússins á staðnum, af nýburum og segja frá foreldrum þess og hæð og þyngd. Ljósmóðirin sagði að fólk væri forvitið um þessa hluti.
HALLÓ! Á virkilega að fara að setja á netið ákveðinn hluta af því sem gerist á sjúkrahúsum til að "fræða lýðinn".
Ég veit fullkomlega hvernig hlutirnir ganga fyrir sig úti á landi. Fólk er forvitið um nágrannann og vill allt vita. Nýjasta dæmið eru sögur sem gengið hafa í heimabænum, þess efnis að ákveðin hjón væru skilin - þar sem hún hefur verið í prófum í Reykjavík.
Er þetta ekki svolítið langt gengið.
Bjarni Ben gæti tekið sér þetta til fyrirmyndar og aflétt þagnarskyldunni af Jónínu málinu
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.