Komin heim úr sólinni

Nú erum við fjölskyldan komin heim úr sólinni á Tenerife. Húsmóðirin var eiginlega dregin heim. Hefði svo viljað vera viku í viðbót. Þessi staður er hreint æði og er ég komin með Steinunni vinkonu minni í aðdáendaklúbb TenerifeSmile

Við lögðum í hann kl 3 um dag þann 6.júní. Börnin höguðu sér vel, sérstaklega miðjubarnið. Sem er með eindæmum líflegt! Þeir skiptust á að sofa bræðurnir, en pössuðu sig á að sofa ekki á sama tíma.

Hótelið var æðislegt. Þar vorum við í hálfu fæði, svo það var eldað fyrir mig tvisvar á dag, þrifið hjá mér á hverjum degi og börnunum skemmt frá 11 á morgnanna til 11 á kvöldin.

Feðgarnir voru duglegir að gera sér ýmislegt til dægradvalar. Þeir fóru í go kart, í Jungle Park sem er e.k. dýragarður, á hjólabát, jet ski, vatnagarð o.s.frv. Ekki komst húsmóðirin með í allt þar sem sá yngsti gat ekki alltaf drösslast með. Húsan eyddi því þeim tíma yfirleitt í sólbað. En tími til þeirra hluta var ekki mikill, svo sá litli tími var nýttur velCool

Það kom mér á óvart hvað þessi staður er fjölskylduvænn, rólegur og alþjóðlegur. Þarna voru búðir á borð við Söru, Benetton, matsölustaðir eins og McDonalds (sem ég kalla reyndar ekki mat), Burger King o.s.frv.

Það var ekki dýrt að versla þarna fannst mér - miðað við hér heima. Enda bar farangur samferðamanna okkar það með sér að konunum leiddist ekki í búðum!  Haukur minn býr bara svo vel að konan hans kann að pakka og fórum við 5 með tvær töskur út og bættist engin við úti. En það var pakkað betur í þær og nánast þurfti að setjast á þær til að loka þeimFootinMouth

Því eru búnir 14 góðir dagar af sumrinu hjá okkur og einhver ný ævintýri sem taka við. Myndir úr ferðinni telja einhver hundruð og er ég að fara í gegnum þær til að setja inn á síðu strákanna.

 


 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband