Gömul,gráhærð með staf!

Í gær var ég boðuð í Lágafellsskóla, þar sem ég mun kenna 6.bekk á næsta skólaári.

Þegar ég labba inn í kofann (já skólastofan þeirra er í kofa) heyri ég þarna kemur gamla gráhærða konan með stafinn. Ég áttaði mig nú ekki á þessum húmor. En fékk skýringuna stuttu síðar;

Börnin voru búin að spyrja mikið um nýja kennarann og alls konar pælingar höfðu fengið að fljúga um loftið. Ein pælingin var m.a. sú hvort kennarinn væri gömul og gráhærð. Kennarinn þeirra svaraði já og með staf.

Ég veit ekki hvort það var undrun eða feginleiki sem fór um liðið þegar ég labbaði inn. Svo dundu spurningarnar á mér. sú fyrsta veit ekki á gott - hefurðu kennt bekk áður?! Ég svaraði því að sjálfsögðu neitandi - en þetta gæti verið fyrsta tilraunin til að láta mig svitna í haustGrin.

Farin að þrífa 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband