Óttalaus

Nú er ég langt komin með bók sem heitir Óttalaus eða Fearless. Mér skilst á betri helmingnum að kvikmynd hafi verið gerð eftir bókinni. Hana á ég eftir að sjá. 

Þessi bók hefur eiginlega haldið mér fanginni í 3 daga. Bókin er um  tvo einstaklinga sem lifa af flugslys og hvernig þau hjálpa hvort öðru að komast í gegnum þessa reynslu.  Á köflum hefur hún verið þannig að ég hef ekki alveg náð að halda í söguþráðinn, en alltaf hef ég dregið bókina á eftir mér svo ég geti notað lausar stundir til að halda áfram. 

Mér finnst bókin vel skrifuð og ná vel því hugarástandi sem fólk getur farið í þegar það lendir í svona áfalli. Maður sér fyrir sér það sem farþegarnir ganga í gegnum - og manni langar EKKERT um borð í flugvél!! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband