Jahá

Ég er eiginlega orðlaus. 

Hversu langt þarf fólk að ganga áður en það fær dóm sem telst "við hæfi"??

4 ára fangelsisdómur finnst mér lítilsvirðing við fórnarlömbin sem þarna eiga í hlut. 

Hvers virði eru börnin okkar þegar eitthvað kemur fyrir þau og þau þurfa aðstoðar réttarkerfisins. Ekki væri vandamál að dæma hart ef smygl eða dómar varðandi eiturlyf ættu í hlut.

Vonandi mun fólk láta heyra í sér. 


mbl.is 4 ára fangelsi fyrir kynferðisbrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Ég lít sömu augum kynferðisbrot gegn börnum og mannsmorð og finnst að dómar eigi að taka mið af því og væru þá 16 ára fangelsi.  Sá sem er myrtur tekur auðvitað ekki þátt í lífinu meir og þjáist ekki meir.  En lítil börn sem verða fyrir þessu þau þurfa að lifa við það alla ævi, þau skaðast á sálinni og það grær aldrei.  Ég er ansi hræddur um að dómarar færu að þyngja dóma ef þeirra eigin börn yrðu fyrir svona misnotkun.  Ég á tvær dætur og þegar þær voru litlar hét ég því að ef eitthvað svona kæmi fyrir þær þá ætlaði ég ekki að bíða eftir neinum dómi heldur drepa viðkomandi aðila.

Jakob Falur Kristinsson, 31.7.2008 kl. 15:18

2 identicon

Ég er innilega sammála Jakobi. Morð eru yfirleitt gert í augnarbliks brjálæði. Þessi aumingi nýðist á saklausum börnum á skipulagðan hátt árum saman og að mínu mati, tel ég þetta vera verra en morð. Svo fær hann "afslátt" af því að hann hefur ekki brotið af sér áður!!! Skeppnan braut af sér í mörg ár, en náðist því miður ekki fyrr en nú. Þennan "mann" á að loka inni það sem eftir er.

Steini (IP-tala skráð) 31.7.2008 kl. 16:19

3 Smámynd: Sesselja  Fjóla Þorsteinsdóttir

Manni verður bara óglatt og orðleysi.

Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 31.7.2008 kl. 18:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband