Laugavegurinn og Fúsi.

Í dag fórum við rúnt niður Laugaveginn, sem er mjög sjaldgæft á þessum bæ. Ég skil ekki alveg umræðuna um Laugaveginn. Fyrir mér var annað eða þriðja hvert verslunarpláss autt. Á göngustígum voru rónar og túristar. 

Af hverju er verið að eyða orku í 19.aldargötumynd, eða eyða fullt af peningum í verndun og uppkaup á gömlum húsum þegar fyrsta skrefið væri að fá líf í miðbæinn? 

 Annað sem mér fannst merkilegt í dag, var viðtal sem ég las við Fúsa handboltamann. 

Þar var hann (og mamma hans líka) að lýsa hvernig var þegar hann var strákur. Fékk aldrei sjens í handboltanum því hann var svo stór. Ekki fyrr en einhverjir Rússar tóku við þjálfun.

Nú þekki ég svona dæmi sjálf, sem kennari, móðir, systir. Sonur minn hefur ekki haft mikinn áhuga á fótbolta. Hefur ekki hjartað í þennan leik. Í vor var málið orðið það að hann var öskraður út af vellinum í frímínútum ef hann vildi vera með í fótboltanum, því hann kunni ekki neitt í honum og þótti ekki nógu góður. Þetta braut hann niður og hann upplifði sig sem aumingja. Í sumar var því brugðið á það ráð að senda stráksa á fótboltanámskeið. Þar var hann langelstur ( 2-3 ár skipta miklu máli þegar þú ert 8). 

Man svipaða sögu líka með bróður minn, hann þótti ekki nógu góður fyrir þá sem voru fyrirferðamestir í liðinu og því eiginlega bolað í burtu. 

Sem kennari sé ég þetta daglega, þegar fótboltinn byrjar. Þessi er aumingi og hinn kann ekki neitt. 

Held svei mér þá að ég ætti að hringja í Fúsa og heyra hvernig hans hugmyndir eru, á þann hátt að líka sé gert ráð fyrir þeim, innan íþróttanna, sem ekki vilja vera afreksmenn heldur bara vera með.  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband