Færsluflokkur: Bloggar

Þingmannavelta

Það er ekki hægt að segja annað en að karl faðir minn hafi fengið athygli í dag.

Símtalið var samt óþægilegt  -þegar hann hringdi og sagði að hann hefði velt bílnum. En lagði á það mikla áherslu að hann væri heill. Eftir myndum af dæma sem ég sá er bíllinn ekki sjáanlega illa farinn (reyndar var hann á toppnum, svo það er ekki marktækt)  - en að sjá myndirnar var nóg til að ég fengi smá hroll.......

Þegar ég svo kíkti á netmiðlana voru heillangar fréttir um slysið. Nokkuð ítarlegar!

Áðan sá ég á mbl að þetta væri mest lesna frétt þessa stundina. Þegar ég opna fréttina get ég séð hversu margir hafi bloggað um fréttina. Það voru 15 tenglar inn á bloggsíður landans. Þetta verður það 16. (og mitt fyrsta blogg um frétt, hafði aldrei "fattað" þetta fyrr!).

Mér fannst gaman að sjá pælingar fólks, sem spinnast út frá fréttinni. Ein var mjög svo rétt - beltin bjarga. Annað sneri að lélegum vegum, nagladekkjum, farsímasambands leysi o.s.frv. Ásamt slæmu karma og fleiru broslegu.

Held að vegirnir skipti þarna ekki miklu máli, heldur lenti hann í krapa og fór yfir.

Ég get alveg svarað því að bíllinn var á nöglum. Við höfum oft skotið því á hann að hann væri fyrstur á naglana að hausti og síðastur af að vori.  Eitt vorið hringdi hann á dekkjaverkstæði og ætlaði að panta tíma fyrir skipti. Þá hló karlinn í símann og sagði - komdu bara vinur þú ert síðasturSmile.

Farsímasambandið mætti hins vegar laga. Og það ekki seinna en strax. Ég hef oft velt þessu fyrir mér þegar ég hef keyrt Djúpið, fyrst með eitt og svo tvö börn í bílnum (síðast með það þriðja á leiðinni), og bara GSM síma.

Annars erum við sem að honum stöndum ánægð með að hann sé heil á húfi. Því þetta er sá ótti sem maður hefur alltaf haft- að eitthvað komi fyrir.  Því hann keyrir mörg þúsundir kílómetra á ári. 

Það er í raun alveg merkilegt að ekki verði fleiri slys á vegum landsins þar sem atvinnubílstjórar og landsbyggðar þingmenn eiga í hlut.

Farið varlega. 


mbl.is Kristinn H. Gunnarsson lenti í bílveltu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einhver heima?

 Ég fór út í dag, sem er ekki frásögu færandi.Nema fyrir þær sakir að þegar ég kom heim tók ég eftir því að það var dregin fyrir gardínan inni í hjónaherbergi. Ég snarstoppa og kíki inn.. það gersamlega brakaði í heilanum. Því ég dró frá glugganum í morgun!
Ég fer eitthvað að pæla og kíki á hurðina sem ég fór út um í morgun, hún var læst innanfrá -sem eðlilega gengur ekki ef þú ferð út um hana.Læsingin virkar eingöngu innan frá.
Þá fór aðeins um mig - ég leit yfir húsið, sjónvarpið á sínum stað, DVD spilarinn og vídeóið, afruglarinn að skjánum......





Rek svo augun í síma á borðinu sem ég á ekki. Þá var Haukur kominn heim slappur og lá inni í rúmi. Það ískraði ekki lítið í honum á meðan ég var að pukrast um húsið og leita mér að barefli fyrir mögulegum innbrotsþjófi. Hann sagðist hafa verið að spá í að öskra á mig þegar ég gekk framhjá herberginu..... þá hefði þurft hjartabíl uppeftir og örugglega skilnaðarlögfræðing í kjölfarið!!
Honum var ekki lítið skemmtHappy 

Ýmsar fréttir

Nú eru páskarnir liðnir. Þeir voru haldnir í rólegheitunum heima fyrir. 

Garðurinn var hreinsaður, matarboð haldin heima fyrir og að heiman. Það var nartað í páskaeggin. Þau eru nokkur til uppi í skáp ennþá.  SVO byrjaði gleðin. Að kvöldi páskadags fór einn sonurinn að kvarta um magaverki og eftir nokkra tíma herjaði þessa fína gubbupest á heimilinu. Stráksi gubbaði fram eftir nóttu en þegar morgnaði tók húsmóðirin við. Páskarnir kláruðust því hálf endasleppt, því á mánudaginn steinlá húsmóðirin af eftirköstum, orkuleysi og þreytu, heimilisfaðirinn fór að slappast. Og börnin voru farin að hressast, því var ástandið ekki beisið. Við vorkenndum mið stráknum því hann var eldhress og þurfti virkilega að fá útrás á orkunni sinni.

Gærdagurinn var skárri, húsmóðirin var farin að standa í fæturna og orðin bara vel brött þegar leið á daginn. Ekki hafa fleiri fengið þessa pest á heimilinu og vona ég bara að þetta sé yfirgengið.

Annars er farið að vora hér í Grenibyggðinni og eins og alltaf á vorin langar mig í heitan pottSmile

Fleiri fréttur eru svo sem af húsmóðurinni, því nú er hinu formlega fæðingarorlofi lokið og vinnumarkaðurinn í sjónmáli. Hún er sem sé komin með vinnuCool. Byrjar 15.ágúst og verður í kennslu næsta vetur. Spenna - og magaverkur, neita því ekki.... en bara gaman gaman. 

Sonurinn vaknaður

yfir og út. 

 


"Svona" mikið Samfylkingarinnar

Í blöðunum í morgun var auglýsing frá Samfylkingunni. Þar stóð , næstum orðrétt, " Við viljum að foreldrar eigi ekki að borga SVONA mikið fyrir tannlækningar barna sinna". 

 Þá spyr ég sem fór með börnin mín til tannlæknis í síðustu viku og hljóðaði reikningurinn upp á tæplega viku matarinnkaup. Hvað er "SVONA" mikið??

Samfylkingin hefur verið með allskonar auglýsingar undanfarið og á stundum hefur mér fundist að einhver hefði átt að prófarkalesa þær yfir. Því þetta eru hálf pínleg mistök finnst mér.  


Helgin liðin.

Nú styttist heldur betur í páska.

Helgin hefur verið ánægjuleg. Í gær fékk húsmóðirin gesti í mat og í dag fór hún ásamt maka og börnum nr 2 og 3 í fermingu suður í Keflavík.

Fermingin var trega blandin því faðir fermingarbarnsins lést í október sl. eftir erfið veikindi.  Þar er genginn góður maður sem reyndist  mér og mínum afskaplega vel. Hann var stundum kallaður "kallinn". Og bar það með rentu - enda "ekta" kallGrin

Elsti sonurinn er kominn í páskafrí. Þó hann sé í fríi verður morgundagurinn annasamur því sá yngsti fer í skoðun á morgun, húsmóðirin fer í atvinnuviðtalPinch  og ef sá elsti verður í góðu skapi förum við á Mjallhvítar hitting. Sem er vikulegur á mánudögum.

Fæðingarorlofið er búið og því þarf húsmóðirin að finna sér starf við kennslu.  Það verður gaman að sjá hvað kemur út úr þessu viðtali. Þó móðurhjartað eigi erfitt með að sætta sig við þessi tímamót. En ég get huggað mig við það að starfið byrjar ekki fyrr en 15.ágúst. 

Ég las í Morgunblaðinu í dag viðtal við Margréti Sverrisdóttur. Þar var hún að lýsa kostum nýju hreyfingarinnar. Ég hjó eftir því að hún talaði um ferska vinda framboðsins. Með fullri virðingu fyrir henni þá set ég spurningamerki við ferska vinda. Því hún hefur verið viðloðandi pólitíkina sl. ár og Jakob Frímann er enginn nýgræðingur heldur. Ferskir vindar hjá mér tengjast því Ómari.   

Ég hef  séð viðtöl við hana og dottið inn á blogg hennar og finnst afskaplega leiðinlegt að sjá hvernig hún talar um sína fyrrum félaga (og er ég ekki mjög frjálslyndSmile). Ég er á þeirri línu að það geri þig ekki að meiri manneskju með því að níða skóinn á öðrum. Vonandi fer hún fram í sinni kosningabaráttu með öðrum hætti - því þetta mun ekki vinna henni fylgi. 


Landsbyggðarvandi í Hafnarfirði?

Hafnfirðingar mega vera ánægðir með þessa íbúakosningu sem var í gær. Kosningaþátttakan var hátt í 80%. Fólk fékk þarna að segja sína skoðun. Eitthvað sem maður vildi sjá oftar í stjórnsýslunni, hvort sem það tengist ríki eða bæ.  Svo er allt annað mál hvort fólk hafi verið með eða á móti.

Bæjarstjóri Bolungarvíkur sagði í fréttum í gær að bæjarfélagið gæti varla rekið sig. Tekjurnar væru orðnar svo litlar. Því er í raun hálf grátlegt að Hafnfirðingar hafi hafnað stækkun álversins því mörg sveitarfélög landsins myndu glöð taka við hvers konar iðju til að efla bæjarfélagið og fá meiri pening í kassann. Þeir eru í raun að hafna tækifæri sem er nauðsyn fyrir bæinn þeirra.  

Að mér skilst þá duga tekjur Hafnarfjarðar ekki til að reka bæjarfélagið ef álverið fer. Hvað ætlar fólk  þá að gera?  Kemur þá fram "landsbyggðarvandi" í Hafnarfirði? 

Þetta set ég fram sem landsbyggðarmanneskja sem búsett er " á mölinni".

 Hefði ég búið í Hafnarfirði hefði ég kosið með álveri, bæjarins vegna. Hvað varðar mengun, þá geri ég fastlega ráð fyrir því að tækninni fleyti fram á næstu árum sem hefur í för með sér minni mengun. Eins og gerst hefur síðan álverið var byggt. 

 

 


Monica og Bree

Síðan ég flutti í húsið mitt hefur verið gert mikið grín að mér vegna þess að ég elska snúrurnar mínar. Þetta frelsi að geta hengt allt út á snúrur sem taka meira en þurrkgrind var eins og að hleypa barni í dótabúð.

Í sundhópnum er ein sem hefur stúderað okkur út frá karakterunum í Friends. Ég komst að því ekki fyrir löngu að ég er Monica þvottahússins og hef borið þann titil ægilega ánægð.  Ástæðan er einföld, ég er alltaf að þvo. Haukur hefur stundum spurt mig að því hvort ég gæti ekki sameinað vélarnar eitthvað og einfaldað málið. Frúin hefur gelt á hannSmile.  Svo kom upp umræða í sundhópnum ekki fyrir löngu síðan um þvott og þá kom í ljós að húsmóðirin þvær allt sér og þá meina ég ALLT. Gult,appelsínugult,ljósblátt og dökkblátt,grænt, handklæði - ljós og dökk o.s.frv.  Sem varð til þess að þvotturinn hreinlega flaut um gólf á meðan einmana peysa svamlaði í þvottavélinni.  Stelpurnar héldu ekki vatni og hreinlega skipuðu mér að setja a.m.k. einhverja liti saman!  Þvotturinn hefur minnkað stórlega í kjölfariðJoyful

Í dag var ég ægilega ánægð þegar ég sá þessa gulu á himninum og smá hita. Þá rauk Monica í þvottahúsið og byrjaði að þvo. Alsæl fór ég út með fyrstu vélina og setti á snúrurnar. Tveim tímum seinna byrjaði að snjóa- þegar ég var að setja á snúrurnar vél nr 2. Mér var alveg sama!

Fyrsta haustið mitt hér í sveitinni var þannig að ég hengdi út fram að jólum, tók inn að kvöldi áður frysti.. og á stundum rauk upp úr rúminu um miðja nótt til að taka inn af snúrunum áður en nágrannarnir færu í fötin mín.

Núna set ég á snúrurnar þegar vorar en hætti því í september! Ef hvessir að nóttu til sný ég mér á hina hliðina og treysti því að nágrannarnir komist ekki í fötin okkar.
 

Nú rétt áðan kom Monica inn með balann (eftir eina ferðina á snúrunar) og leit yfir húsið. Þá má segja að hún Bree vinkona hafi komið fram því nú verður ryksugan dregin fram......

Þvotturinn og ryksugan er týpískur hluti af degi í lífi húsmóður.  


Herraklipping

Heyrði þetta orð áðan.

Hvað þýðir það?! 


Stundin okkar

Ekki veit ég alveg á hvaða leið starfsfólk Sjónvarpsins eru í barnaefni. 

Áðan sat ég með einum syninum og horfði á Stundina okkar. Þar er einhver liður sem heitir Tónlistin okkar. Þar birtist strákur svona 12 ára með tóbaksklút um hnéð og byrjaði í þvílíka gírnum að flytja lag á ensku. Man ekki hvað það heitir en það er mjög vinsælt í sing star, laglínan er einhvern veginn svona " her heart is breaking in front of me and I have no choise ´cause I ........ o.sfrv.

Alla veganna fílaði strákurinn sig í tætlur þarna og óttalega krúttilegur. EN þetta er barnaefni er þá ekki í lagi að börnin syngi á íslensku - alla veganna þannig að þau skilji það sem þau eru að syngja. Söngurinn var á þá leiðina að hann hefur greinilega sungið þetta mjög mjög oft í sing star, en hefur ekki fengið mikla tilsögn í framburði og öðru.  

 Greyið minnti á utanríkisráðherrann - sem eins og frægt er orðið -kann ekki mikla ensku.


Letidagur

Þessa mánuðina er ég heimavinnandi. Eftir útskrift úr KHÍ eignaðist ég lítinn son og eyði þessum mánuðum í að hugsa um hann, hina tvo synina og makann. 

Í dag var eitthvað svo leiðinlegt veður að ég ákvað að gera ekki neitt. Stolt sagði ég makanum frá því þegar hann kom heim að ég hefði ekki gert neitt í dag. Bara haft það huggulegt. 

Á meðan ég eldaði kvöldmatinn fór ég að velta þessu - gera ekki neitt- fyrir mér. Ég hafði skipt á 5 k....bleyjum, skipt um föt á stráknum a.m.k. tvisvar, labbað út á leikskóla tvisvar, þvegið 5 vélar, búið um rúm, gefið honum að borða - bæði brjóst og graut,  hugsað um hann á meðan hann vakti, ásamt því að koma honum tvisvar út í vagn.  Mér reiknast svo til að þetta sé aðeins meira en ekki neitt! 

Á morgun ætla ég að vera duglegWizard


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband