Færsluflokkur: Bloggar

Dæmdur afi

Ég á ekki til orð yfir dómnum yfir afanum. Dómurinn var um 1 1/2 ár og þar af ár skilorðsbundið. Kallinn bar  fyrir sig að stelpunni virtist ekki líka þetta illa. Er ekki allt í lagi segir maður bara. 

Hvers virði eru börnin okkar. Maður verður bara reiður þegar maður heyrir svona lagað.

Ég legg til að við bjóðum skipti á þessum Geir Þórissyni og afanum.  


Vikan

Þar sem ég hef lítið bloggað sl. viku ákvað ég bara að bæta úr því og hrúga inn færslunum! 

Ég er byrjuð í leikfimi, svona móðir og barn fimi. Stelpurnar voru búnar að halda miklar ræður um að þriðjudagarnir væru auðveldir dagar, þ.e. þá væru styrktaræfingar með lóðum og svoleiðis. En fimmtudagarnir væru meira fjör. Palla og meiri læti. Sem hentar mér ágætlega.

Á þriðjudaginn mætti ég -svona næstum galvösk. Kveið þessu smávægilega. En stubburinn var eins og ljós, lá og skoðaði heiminn og fékk svo að vera með. Ég fann vel fyrir þessum léttu æfingum, en maður minn hvað ég var stirð í gær. Ég kallaði sjálfa mig Sollu stirðu. Var eins og aflóga gamalmenni.....

Í morgun var svo tími nr 2. Þá voru pallar. Það er meira fyrir mig, fjör og læti. Stubbinum fannst þetta líka ægilega gaman, hló bara að okkur. 

Eftir þessa tvo tíma hef ég verið mjög orkumikil og drifið mig út í göngutúr í góðan klukkutíma. Það sem er verra er að ég hef aðeins dottið í súkkulaði skálina. En skyldist á þjálfaranum að það gerðist oft því líkaminn byrjaði á því að brenna þrúgusykri áður en hann fer að brenna fitu. Af þessum sykri er nóg hjá mérCool

Þessu ætla ég að halda áfram næstu vikur og vonandi lengur. Verð að vera í fínu formi fyrir ströndina í sumarWhistling

Ég las viðtal í byrjun þessarar viku eða seinnipart síðustu við Eirík Hauksson og konuna hans. Þetta viðtal ættu allir að lesa. Heilsteyptar manneskjur eru þau hjónin, búin að ganga í gegnum ýmislegt. Jarðbundin og hreinskilin. Ef fólk læsi þetta viðtal og hugsaði sinn gang myndu skilnuðum vafalítið fækka. Því grasið er ekki alltaf grænna hinu megin.  

Nú er best að fara í heimilisstörfin áður en börnin fara að týnast heim.

kv. orkumikla húsmóðirin..... 


Vinstri grænir

Loksins kemur andinn yfir mann!

Landsfundur Vinstri grænna var haldinn um sl. helgi.  Ég hef yfirleitt haft mikið álit á honum Steingrími en nú keyrði eiginlega um þverbak.

Hvaða bull er það að leggja fram tillögur sem snúa að helmingaskipta reglu kynjanna í stjórnum fyrirtækja og öðrum stofnunum. Sem kona vil ég komast áfram á mínum eigin verðleikum - ekki því að vera kona.

Vissulega má reyna að skoða hlutina þannig að konur eigi auðveldara uppdráttar í stjórnum fyrirtækja, yfirmanna stöðum o.s.frv. , en það er eitthvað sem tekur tíma. Held að sigurinn fyrir konur sé meiri þegar þær gera hlutina sjálfar.

Ég ætla ekki einu sinni að reyna að skilja hugmyndir þeirra með lýðræðið og minnkun á því.  

Vinstri grænir hafa lagt mikið upp úr umhverfismálum - en það mætti einn á hjóli, allir hinir á bíl. Og örugglega einn bíll á mann.

Ef þetta heitir að vera ekki samkvæmur sjálfum sér þá veit ég ekki hvað.  

Þannig að hvað kýs maður í vor ef það verða ekki vinstri grænir, hægri snú og Sjálfstæðisflokkurinn! 


Samfélagið

Þetta samfélag sem við búum í er svolítið merkilegt.

Þegar maður nær sér í mann þá byrjar spurningar eftir ákveðinn tíma - hvenær ætlið þið að koma með eitt lítið.

Þegar maður svo kemur með eitt lítið - þá kemur næsta spurning - hvenær ætlið þið að koma með stelpu (ef strákur hefur fæðst).

Þegar svo 2 strákar eru komnir þá byrjar fólk aftur - hvenær kemur stelpan.

Þegar svo 3 strákar eru komnir þá byrjar fólk enn og aftur - þið verðið að reyna einu sinni enn!

Þess á milli er maður spurður hvort maður ætli ekki að fara að gifta sig. Ég er farin að svara - nei ég eignast bara börn.....

Ég vil því koma á framfæri; Ég er HÆTT að eignast börn..... á 3 stráka og er alsæl með þá. Ég er ekki gift - vegna þess að Haukur telur að það sé dýrt að skiljaGrin... en hann vill ekki giftast mér. 

En hvernig væri að leyfa fólki að eiga sitt líf í friði og gefa fólki frið með eilífum spurningum um einkahagi fólks.... 


Kennarar - aftur

Ég hef verið að velta fyrir mér því sem Jónas vinur minn kommentaði hér í síðustu viku um ímynd kennara. 

 Það er rétt hjá honum, tel ég, að ímynd kennara hafi versnað í verkfallinu. Það hefur löngum loðað við að kennarar séu alltaf í fríi, geti hætt snemma á daginn o.s.frv. Þeir hafi því bara laun í samræmi við það. Þeir fóru í verkfall sem settu heimilin og vinnustaði á annan enda, sömdu svo illa - og af sér - í stað þess að fá kjaradóm yfir sig. Það verður því fróðlegt að sjá hvernig þessi órói endar sem er í gangi núna. 

Það kom inn um lúguna hér um daginn bæklingur frá Kennarasambandinu þar sem vinnutímanum var lýst. Mér fannst hann ekki alveg nógu vel unninn og ekki til þess fallinn að bæta málstað kennara. Mér fannst þetta hálf aumkunarvert - og verð að viðurkenna að á vissan hátt skammaðist ég mín fyrir að vera kennari. Sem betur fer stóð ég ekki að útgáfu þessa pésa. 

 

Annars er heilsufarið á heimilinu að skána, minnsti stubburinn fékk kvef um síðustu helgi (akkúrat þegar hinir voru að skána). Hann er að skána greyið- a.m.k. sváfum við mæðgin í nótt, það er meira en undanfarnar nætur.  Þrátt fyrir slappleikann á stubbinum var  ákveðið að blása til afmælis á mánudaginn þegar afmælisKÓNGURINN varð 3 ára. Hann var ægilega lukkulegur með fína kórónu og hefur borið hana  hróðugur á höfði sér alla vikuna.

Nóg að sinni

húsmóðirin 


Varmá

Ég gat ekki annað en glott út í annað áðan þegar ég sá frétt á mbl.is þess efnis að Úrskurðarnefnd skipulags-og byggingarmála hefði skikkað Mosfellsbæ til að hætta framkvæmdum við Helgafellsbrautina sem liggur nærri Álafosskvosinni.

Þetta mál er orðið að miklu hitamáli hér í bænum, svo vægt sé til orða tekið. Fyrir viku síðan var frétt á RÚV þar sem bæjarstjórinn var sýndur sem dyravörður í safnaðarheimilinu. Þar var bærinn með fund þar sem einungis þeir sem búa í kvosinni fengu aðgang. Og þá meina ég engir aðrir. 

Mér fannst stjórinn ganga heldur hart fram þar sem fólk þurfti að gera grein fyrir sér í dyrunum og á frekar dónalegan hátt tilkynnti hún fólki að ef það hefði ekki fengið bréf ætti það ekki seturétt á fundinum. Þetta er hægt að sjá í sjónvarpsfréttum á rúv-vefnum.

Það virðist stundum loða við stjórnsýsluna hér í bænum að ákvarðanir eru teknar á frekar "ákveðinn" hátt. Sem sannast í þessu tilfelli, þarnar hefur verið tekin ákvörðun um eitthvað sem er ekki hnikað. Sama hvort á í hlut lög í landinu eða mótmæli bæjarbúa. 

Verst fannst mér að í frétt í Blaðinu fyrir 2 vikum lýsti bæjarstjórinn vanþóknun sinni á mótmælum Varmársamtakana,sem báru upp á sama dag verið var að jarða lítið barn sem ætti heima í bæjarfélaginu. Ekki þekki ég til fjölskyldu litla barnsins en fannst það fyrir neðan allar hellur að draga það sorglega mál inn í þessa umræðu. 

Ég vil nú taka það fram að ég er ekki meðlimur Varmársamtakanna. Þó ég sé farin að verða sammála þeim með suma hluti. Og á því engra hagsmuna að gæta í þessu máli. Nema ef vera skyldi að einhver þúsund manna hverfi er að koma hér ekki langt frá mér (en það pirrar mig ekki neitt). 


Fullur í Kastljósinu.

Það var mjög athyglisverður Kastljós þáttur í gærkvöldi.  Þar sem strákur var fenginn í bílahermi til að keyra fullur. Sá svipað atriði í 30 days á Skjá einum fyrir ekki svo margt löngu.

Strákurinn var bláeldrú fyrst og virtist standa sig ágætlega. Eftir tvo bjóra lengdist viðbragðstíminn. En undir það síðasta stóð strákurinn varla í lappirnar og þurfti stuðning inn í bílinn. Hann keyrði af stað og komst að sjálfsögðu ekki langt.

Síðar í þættinum sat hann í viðtali - sauð drukkinn- og átti að tjá sig um það hvernig honum fannst þessi reynsla. Hann hefur örugglega ekki vitað hvað hann hét. Það skildist ekki mikið af því sem hann sagði en hann var kominn í mikið stuð!

Þá fór ég að velta fyrir mér virðingu fyrir manneskjunni. Ég efa alls ekki að hann hafi ekki samþykkt allt þetta. En hvernig myndi manni líða ef maður væri fenginn í þetta og væri svo settur í viðtal á skallanum?  Hefði ekki verið betri aðferðafræði að láta renna af manninum fyrst? Það hefði a.m.k. komið meira af viti frá honumWink.  

Ætli hann horfi á þáttinn þegar runnið er af honum??

 

 


Kennari

Fyrir nokkrum árum fór ég þennan hring sem ungt fólk fer oft. Að ákveða hvað ég ætla að vera þegar ég verð stór. Fyrst var það hjúkka, svo var það félagsráðgjafi. Á endanum ákvað ég að sækja um í KHÍ. Umsóknin var send inn á síðasta degi (í orðsins fyllstu). Enginn var látinn vita hvað var í gangi (nema Haukur auðvitað).  Þegar ég svo komst inn í skólann má segja að ég hafi staðið á öndinni af undrun. Ég hafði hreinlega ekki meiri trú á því að mér tækist að rata þarna inn. Enda voru 1000 manns að sækja um 300 pláss. 

Síðastliðið vor var svo komið að útskrift. Við mættum 600 manns í Laugardalshöllina og tókum við okkar prófskírteinum.

Ekki fyrir svo alls löngu fór ég að skoða kjarasamninga þá sem í gildi eru í kennarastéttinni. Ég verð að viðurkenna að mér féllust eiginlega hendur. Eftir 3 ára háskólanám er ég svona sirka í launaþrepi sem nemur rúmum 200 þúsund krónum á mánuði í heildarlaun. Ég hef velt því fyrir mér  til hvers ég var að þessu, að leggja á fjölskylduna mörg kvöld innilokuð í herbergi, að eyða öllum desember og maí í að læra fyrir próf o.s.frv. 

 Ástæðan fyrir því að ég lagði þetta á mig og mína er sú að þetta er starf sem mig langar til að vinna við.  Miðað við launin þarf ég að setja í forgang þann hugsunarhátt að ég sé í þessu af hugsjón. 

Undanfarna daga hafa kennarar í Reykjavík mótmælt launum sínum og farið fram á leiðréttingu. Það sem er leiðinlegt að sjá er hvernig fólk bregst við þessum fréttum. Frekja og yfirgangur í kennurum er oft nefnt.

Hvað halda foreldrar og aðrir aðilar í landinu að kennarar séu að gera á daginn?? Annað en að hugsa um börnin og jafnvel reyna að ala þau upp. Því inn í námskrá grunnskóla er komin lífsleikni sem snýst oft um kennslu í mannasiðum og almennri kurteisi, hvað má og hvað má ekki o.s.frv. 

 Miðað við hvernig þjóðfélagið er orðið í dag,  hraði og lífsgæðakapphlaup. Myndi maður halda að fólk vildi góða kennara og afslappaða. Þ.e. að fólk vildi allt það besta fyrir börnin sín.

Því er alveg merkilegt að heyra þetta sama fólk básúna um það hvaða frekjudósir kennarar eru.

Því segi ég tvennt - annars vegar Áfram kennarar!!

Og hitt - hvaða laun myndir þú vilja hafa að loknu háskólanámi, ef miðað er við starf sem þú þarft að leggja þig alla fram í og ert að sama skapi undir miklu álagi.  


Dagur 7

Jæja ég hef ekki haldið út daglegum færslum um þetta Stöðvar 2 leysi. 

Þetta hefur gengið furðuvel, mikið betur en ég átti von á. Ég er farin að horfa á Skjá einn og Sirkus (eitthvað sem ég hef aldrei gert). Einnig er ég farin að hlusta meira á útvarp.

Börnin sakna ekki barnatímans - kannski vegna þess að þeir hafa ekki getað reist höfuð frá kodda sl 3 daga!

Ég er bara búin að komast að því að það er til líf fyrir utan Stöð 2 og held svei mér þá að sjónvarpið hafi rænt mig miklum tíma í gegnum árin, sem hefði verið betur varið í eitthvað annað uppbyggilegt.

Svo Erla þarf ekki (frekar en fyrri daginn) að vorkenna mér rassgatCool


Inniskór með minni!

i_120_pÞar sem ég hef verið Stöðvar 2 laus í viku er ég farin að horfa á ýmislegt í sjónvarpinu. Í dag ber svo við að börnin eru flest veik og því kveikt á sjónvarpinu, þ.e. á öðru en útvarpinu.  Þegar ég sat og gaf yngsta barninu sopann sinn var á skjánum Vörutorg sem sýnt er á Skjá einum.  Þar var óborganleg vara til sölu - Inniskór sem muna eftir þér! 

Kynnirinn setti þessa fullyrðingu fram aftur og aftur. Ég fór að velta fyrir mér hvernig inniskórnir myndu eftir þér. Skórnir eru búnir til úr svipuðu efni og Tempur dýnurnar og koddarnir. Nú á ég hvoru tveggja og ekki hef ég orðið vör við það á kvöldin að koddinn minn bjóði mig velkomna í draumalandið - eða rúmið gelti á mig ef ég leggst "vitlausu megin". 

 Ekki er því að neita að þessir skór líta voða vel út. En ég veit ekki hvort ég verði í sjöunda himni með að ganga á þeimGrin


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband