Færsluflokkur: Bloggar

Hvernig semur þér við maka þinn?

Þessa snilldar spurningu sá ég á Vísir.is.  Þessi spurning er frá þeim herramönnum í Reykjavík síðdegis. Ég hefði viljað sjá hvað fólk var búið að svara.

Það voru valkostir, vel, sæmilega, illa, á ekki maka.

Hvað haldið þið að ég hafi merkt við!

p.s. Það er greinilega að ég er komin í páskafrí. Hef alveg fullt af orku sem ég veit ekki hvað ég á að gera viðErrm..... Veit ekki með orkuna en tímann hef ég!


Dómurinn frægi

Ég hef verið hugsi yfir þessum dómi sem féll fyrir helgi. Með kennarann og nemandann.

Ég er með nemendur í mínum bekk sem gætu gert eitthvað svona í hita leiksins. Þá sjá þau rautt og eru ekki mönnum sinnandi.  Það vita allir, foreldrar, kennarar og skólastjórnendur. Enda hafa svona atvik gerst, að börn hafa nánast (og jafnvel alveg) gengið í skrokk á kennurum.

Ef ég lendi í því að reiður nemandi beitir mig líkamsmeiðingum, get ég þá átt von á því að skólinn standi ekki við bakið á mér? Og vísi á foreldra? Geta þá ekki foreldrar vísað á skólann,þar sem hann tók við barninu?

Eru börnin í skólum landsins þar inni á ábyrgð foreldra eða skólans?

Alla vega finnst mér þessi dómur skilja eftir fleiri spurningar en svör. Kannski sérstaklega fyrir okkur kennara og foreldra þessara barna. 

 


2ja króna afsláttur- BULL og vitleysa

Ég var á heimleið í dag um kl 14. Þar stóð á skiltum Atlantsolíu í Mosó að líterinn af bensíni kostaði 138 kr. Olían var á 146.

Kl 16 fór ég framhjá skiltinu aftur.

Þá var þessi tveggja króna afsláttur kominn - og þá kostaði bensínið 140 kr og Olían 149!!

Hvers konar kjaftæði er þetta. Það er ljóst að ég mun ekki nota þennan dælulykil sem var prangað inn á mig.

Í fréttinni kom fram að lega stöðvarinnar liggi vel við umferð sem kemur í og úr bænum. Sem íbúi hér uppfrá vil ég benda á að stöðin liggur við aðalveg inn í 3 hverfi (Krika,Teiga og Byggðir). Á sumardögum þegar höfuðborgarbúar flykkjast úr bænum verður því mikið kraðak og spurning hvernig mun ganga að koma umferðinni út úr hverfinu aftur, þ.e. þeim sem kaupa bensín og snúa til baka. Vonandi hafa hin skynsömu yfirvöld í bænum gert ráðstafanir þar af lútandi. 

 p.s. Betri helmingurinn benti mér á það að þennan dag hafi bensín hækkað á öðrum stöðvum. Ég verð því að gefa þeim þann möguleika að um brellu sé ekki að ræða.

Hins vegar sá ég í gær að þetta verð hjá Atlantsolíu er ódýrara en hjá Orkunni í Spönginni.

 


mbl.is Atlantsolía opnar í Mosfellsbæ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Reikningur.

Ég hef aldrei sett það fyrir mig að borga mína reikninga. Hversu mikið sem ég sé eftir peningunum (ef um misgáfulega eyðslu er að ræða).

Hins vegar fékk ég reikning í dag sem ég er ekki alveg parhrifin af.

Mér var boðið um daginn að fá kynningar áskrift af Mogganum. Gott mál, um að gera að bæta við pappírs hrúguna sem berst inn um lúguna á hverjum degi.

Hins vegar varð mér það á að segja upp blaðinu einum degi of seint. Fékk því einu blaði of oft.

Reikning fyrir þessu blaði fékk ég í dag.

Hann er svo hljóðandi;

1 eintak 280 kr

Seðilgjald  190 kr.

Samtals  470 kr.

Nú er ég mér spurn. Af hverju var ekki hringt í mig og mér boðið að borga þetta með VISA? Þessi reikningur er líka í heimabankanum og því hefði mátt sleppa seðilgjaldinu t.d.  

Þó þetta sé ekki há upphæð er það helvíti hart að þurfa að nánast tvöfalda þessar krónur út af seðilgjaldi.

Það er alveg á hreinu að næst þegar mér verður boðinn Mogginn ókeypis mun ég ekki gleyma að segja honum upp! 


19% kennara undir 35 ára aldrinum.

Ég hef alltaf vitað það að ég er á skjön við annað fólk.

Í morgun var ég að lesa 24 stundir (eða gamla Blaðið). Þar var ansi merkileg frétt.

19% grunnskólakennara er undir 35 ára aldri.

Og einn skólastjórnandi sagði, nafnlaust, að hún myndi ekki ráða sig í kennslu með 200 þúsund krónur í mánaðalaun.

Ég er ein af þeim sem uppfylla þessi 19%, er undir 35 ára og er með 200 kallinn í laun á mánuði.

Er umsjónarkennari 1, sem kallast það þegar maður er með færri en 20 börn í umsjón. Sem umsjónarkennari þarf ég að halda utan um hópinn minn, fylgjast með mætingum og hegðun í öðrum fögum. Sitja foreldraviðtöl og undirbúa, sitja fundi hjá alls konar aðilum vegna barnanna innan skóla sem utan, greiða úr rifrildum og slagsmálum, ásamt því að siða óróaseggina og halda uppi foreldrasamskiptum við foreldra bekkjarins. Þessi hluti starfsins tekur ótrúlegan tíma og fyrir það fæ ég heilar 6 þúsund krónur á mánuði.  Því má draga þann pening frá 200 kallinum mín vegna!

Því má segja að þú sért ekki í kennslu launanna vegna, heldur frekar vegna ástríðunnar og áhugans.

Annars fengum við kennarar góðar fréttir frá Mosfellsbæ í byrjun vikunnar.... og mun sá glaðningur fá góða notkun í Frakklandi í júníSmile

Ég er því komin í keppni við frænda minn, sem er reyndar ljósmyndafyrirsæta ársins 2007Grin,  í Kópavogi, það er líka gott að búa í Mosó!! 


Frænka mín

c_documents_and_settings_sk8014_desktop_blogg_gleymmerei0 Lífið getur verið manni flókið og erfitt. Og stundum skilur maður ekki allar sveigjur og beygjur sem lífið tekur. 

Í dag hugsa ég í þessa átt. Fallin er í valinn kær frænka mín. Kona sem alltaf var í Kópavoginum en samt nálægt. Hennar dyr stóðu okkur opnar og fengum við úr sveitinni oft að  gista hjá henni. Man að móðursystir mín hringdi einu sinni og spurði hvort þetta væri ekki á hótel Svennu. Þá hló mín kæra og svarið var já vantar þig gistingu! 

Hjartalagið hennar var afskaplega stórt og gott. Barnabörnin voru hennar líf og yndi hin síðustu ár. Og naut hún samvista við þau eins og hún gat.

Hún barðist við sín veikindi eins og kraftar leyfðu. En að lokum voru kraftarnir búnir og þessi fallega kona fékk hvíldina.

Hvíldu í friði mín kæra. Ég og mínir munum sakna þín.  


"Börnin mín"

Nemendur mínir eru yndislegir. Eiga það til að vera full aktívir og gelgjuleg... en yndisleg fyrir því.

Það sannaðist í dag.

Við vorum í íþróttahúsinu að ná í nr 2 í fimleika. Ég er inni í klefa að hjálpa prinsinum í fötin og betri helmingurinn frammi á gangi með nr 3.

Þegar ég kem fram á gang sé ég tvo nemendur mína labba út ganginn og manninn standa glottandi og horfa á eftir þeim. Ég skil ekkert í þessu........ en hefði getað sagt mér að þeim hafi dottið eitthvað í hug!

Þær komu til betri helmingsins og spurðu hvort hann vildi ekkert giftast mér!!  

Hef þá trú að hann hafi orðið hálf orðlaus.. en náði að svara þeim einhverju.

Stelpurnar í bekknum eru á þeim aldri að einkalíf kennarans er mikið forvitnisefni.

Þeim finnst agalegt að ég eigi þrjú börn og ekki gift. Það sem þeim finnst enn fyndnara er að maðurinn minn heiti Haukur ÖrnCool

En ef þið heyrið af brúðkaupi á næstu mánuðum þá eru það þessar stelpur sem standa fyrir þvíGrin


Ég var lúði í gær

Eins og ég bloggaði um í morgun hafa allsherjar veikindi sett svip sinn á heimilshaldið síðustu vikur. Þó hafði ég rænu á að athuga með grímubúning á synina.

EN ég gerði mér enga grein fyrir því að ég sem kennari yrði að taka þátt í fjörinu! Þegar ég mætti í vinnuna í gær mættu mér alls konar fígúrur, litlar sem stórar. Þegar ég kem inn á kennarastofu og vinnuherbergi okkar kennara, situr Lína Langsokkur í öllu sínu veldi í tölvunni. Henni heilsaði ég ekki því ég var ekki viss um hver væri þarna á ferðSmile. Síðar mætti ég ljóshærðri senjorítu, mörgum kúrekum, vinnumanni, Rauðhettu, "körlum", mótorhjólagellu, norn, magadansmær og  Bósa ljósár, er þá fátt eitt nefnt. Núna er ég bara að nefna búninga starfsfólksins!

Það má segja að ég hafi aldeilis fengið fyrir ferðina. Og tilkynnti ein mér að ég væri lúði!!

Það er alveg á hreinu að ég mun bæta mig stórlega á næsta ári og byrja að huga að búningi strax í haustDevil


Heilbrigð börn

Ég hef alltaf þakkað fyrir það að eiga heilbrigð börn. Og tekið inn í það heilsuhreystið líka.

Síðustu tvær vikur hefur hins vegar orðið heilbrigði fært mér nýja merkingu, því heilsan skiptir ekki minna máli. Á þessum tveimur vikum hafa öll börnin og við foreldrarnir orðið veikir. Sumir oftar en einu sinni.  Þetta byrjaði sakleysislega sem gubbupest hjá þeim yngsta. Tveimur dögum seinna veiktist sá elsti, með gubbupest og í framhaldinu hita. Hann lá meirihlutann af síðustu viku.

Allir fóru á sínar stöðvar á föstudaginn fyrir viku síðan. Um kvöldið var sá yngsti orðinn veikur aftur með miklum hita. Á sunnudagskvöldið slóst sá elsti í hópinn,aftur.

Á mánudaginn stormaði betri helmingurinn til læknis með þá tvo og kom út með lyfseðla fyrir sýklalyfjum og pústum fram á vor.

Á þriðjudag þegar frúin var heima bættist sá í miðið við, og greindist hann líka með streptókokka sem þýddi aðra apótekaferð. Um kvöldið var sá elsti enn veikur og vaknaði grunur um óþol fyrir sýklalyfjunum. Það þýddi enn eina læknaferð og apótekaferð.

Heima vorum við í gær, frúin,yngsti og elsti.

Í dag bar svo við að fréttnæmt telst- að allir fóru til vinnu á sína staði. Enginn heima veikur.

Ég þakka því fyrir það í dag að eiga heilbrigð börnGrin.


Þrítug!

Svava-IngþórsdóttirÍ dag á góð vinkona mín afmæli. Hún er orðin þrítug!!

Ótrúlega gömul (nei segi svona!). Hún er með smá forskot á migSmile

Held að hún sé jafn róleg yfir aldrinum eins og ég. 

Við höfum verið vinkonur í næstum 20 ár (jesús!). Og okkur hefur dottið ýmislegt í hug. Hvort sem það er að panta pizzur fyrir aumingjans grey í Reykjavík, mála okkur og fara í göngutúr í rigningu (mjög sniðugt!) norður á hjara eða sitja og spjalla tímunum saman.

Hún hefur fengið storminn í fangið, þessi elska, stundum bognað en aldrei brotnað. Það gætu margir tekið sér hennar æðruleysi og viðhorf til lífsins sér til fyrirmyndar.

Í dag býr hún á næstum hjara veraldar með honum Steina sínum. Semur tónlist og málar, ásamt því að vera í skóla og drífa sig! En ef hún er einhvern tímann að flýta sér þá er það þegar hún fær einhverja flugu í höfuðið sem þarf að framkvæmast strax! Hún er þessi týpa sem tekur nám með trompi og skráir sig í eins mikið og kemst fyrir í stundatöflunniSideways

Hún vill fá pening í afmælisgjöf  til að kaupa sér fugl. Hins vegar á ég þrjá stráka sem garga hér oft á við marga fugla - svo ég ætla að senda henni blóm..... Á þau getur hún horft - í þögninni og teiknað Whistling

Til hamingu með daginn kæra mín.... Njóttu hans og ég bið að heilsa þínumHeart


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband