Færsluflokkur: Bloggar

Mandarínu melóna

Nú er bræðurnir 13 farnir að týnast til byggða.

Tveir komnir og 11 eftir. Þeir bræður hafa verið tilbúnir. Fundu bestu skónna, sem ekki er hægt að nota á veturna.

Annar þeirra kom sigrihrósandi inn til okkar kl 6.30 í morgun, veifaði mandarínu og tilkynnti hróðugur að hann hefði fengið melónu í skóinn!

Hinn sendir jólasveininum bréf í kvöld sem hljóðar svona:

Kæri jóli

viltu gefa mer legolögubíl

kveðja kristinn

Þetta er handskrifað með ólæsilegri skrift 8 ára stráks (sem finnst ööömurlegt að læra að skrifa!).

Annars er sá þriðji veikur, greindist með lungnabólgu í gær. Hefur verið hóstandi og geltandi í margar vikur. Þrátt fyrir nokkrar ferðir á heilsugæslu til að láta hlusta þann stutta hefur ekkert greinst. Fyrr en við foreldrarnir fengum nóg og fórum með hann til barnalæknis. Sá stutti lagði stofu læknisins í rúst (í 10 mínútna viðtali) og öskraði MJÖG hátt á konurnar á röntgen. Hann er allur að koma til og verður orðinn sprækur sem lækur um og eftir helgi.

 


Súkkulaði í maga

Við sonur minn vorum að tala saman í dag. Samtalið var einhvern veginn svona;

M (s.s. ég): Arnar, er Harpa með barn í maganum?

A: já, Harpa er með barn í maganum. Þú ert með barn í maganum.

M: Nei, nei ég er ekki með barn í maganum. Tómas er búinn að vera í maganum mínum.

A: Já mamma, þú ert með súkkulaði í maganum!

Ég átti ekki svar við þessu......Whistling


Vinaleiðin

Ég hef ekki nennt að fræðast mikið og hugsa um þessar deilur í kringum þjóðkirkjuna. Hins vegar hef ég aðeins fylgst með umræðunni um Vinaleiðina.

Veit fólk almennt hvað vinaleiðin er?

Ég hef séð að vinaleiðin sé kölluð trúboð. Vinaleiðinni sinnir djákni sem starfar innan skólanna (það er tenging kirkjunnar við vinaleiðina). Djákninn gefur sér tíma til að hlusta á börnin og aðstoða þau ef þeim líður illa. Með því að halda því fram að þetta sé trúboð hlýtur fólk að halda að djákninn fari með bænirnar með börnunum. Það er ekki að gerast.

Djákninn hlustar á börnin og leyfir þeim að tala (eitthvað sem við foreldrar mættum gefa okkur meiri tíma til að gera).

 

 

 


Ótýnd glæpakona!

Ég gleymdi að setja inn eina góðu sögu af mér frá Köben.

Ég á kyn til að vera stundum svolítið utangátta..... veit ekki alveg hvaðan það kemurFootinMouth.....

Á Kastrup voru skilti upp um allt með myndir af mönnum með poka. Og á skiltunum stóð að ALLT ætti að fara í poka. Eins og hér heima. Í sumar þegar við fórum með strákana fór ég og keypti poka og allt var reddý. Núna rölti ég um Kastrup, í gegnum check in og að öryggishliðinu. Allt í einu sjáum við að dótið okka er tekið afsíðis. Ég tek af mér beltið, gleraugun,veskið og allt sem gæti flautað á mig. Haukur fer í gegn með Tómas og allt gengur vel hjá þeim. Svo kemur nýjasti glæpaforingi Íslands...

Þegar ég fer í gegn flautar allt á fullu. Ekki veit ég enn hvað það var!! En ég var sett upp á PALL , fætur í sundur og hendur út... svo setti kallinn upp hanska og þreifaði mig alla. Ef ég hef einhvern tímann skammast mín á ævinni, þá var það þarna. 150 manns að fara í gegnum öryggishliðið og ég á háum stalli með karlmann káfandi á mér. Svo þurfti að fara í gegnum dótið. Ég var með barnamat (ekki í poka), 1/2 L af kóki - sem ég annað hvort þurfti að henda eða drekka á staðnum (kaus að henda því). Svo var ég með varalit, varasalva, tanntökugel (sem hefur ekki fundist síðan) og vatn í flösku fyrir Tómas.

Ef ákveðinn einstaklingur nálægt mér brosir núna - þá getur hann ekki þrætt fyrir migGrin


Jóla hvað

Það hefur margt drifið á daga mína síðan ég kíkti hér síðast inn. Nokkrir góðir dagar í Kaupmannahöfn með tilheyrandi VISA viðskiptumCool....  En mér veitti ekki af þessum dögum. Haustið hefur oft á tíðum verið strangt og strembið.

Nú er aðventan komin í hús. Ég dró alla kassa niður af loftinu um síðustu helgi. Jólaskapið fauk reyndar út um gluggann og ég gafst upp. Hef svo tekið þetta í aðeins minni skömmtum og tekið svona eins og eina seríu á dag síðan þá. Það hentar ágætlega með vinnu og 3 börnum.

Undanfarna daga hef ég gert talsvert í því að ná mynd af blessuðum gormunum fyrir jólakortin. Þetta ætlar að verða þrautinni þyngri. Þeir passa sig á því að horfa allir í sitt hvora áttina, eins er týpískt að einn gráti í hvert sinn. Það mál er enn óútkljáð!

Í dag hefur svo tekið steininn úr. Ég eyddi talsverðum tíma í vinnunni í að undirbúa foreldraföndur á morgun. Góða skapið hélst nú nokkuð vel þar. Í Bónus fór ég syngjandi sæl og glöð. Sá þar þetta forláta smákökudeig (tilbúið!) og ákvað að kippa því með mér til að baka með strákunum.

Það gekk allt voða vel svona til kl 16 eða þar um bil. Þá kom elsti heim úr skólanum án snjóbuxna. Ég fór í Selið, skólann og íþróttahúsið en engar voru buxurnar. Ekki mjög glöð með það.......

Svo komum við heim og þar sem svo gott veður var úti náði ég í myndavélina og reyndi að taka nokkrar myndir af gormunum fyrir jólakortin. Það gekk ekki mjög vel, kannski vegna þess að mamman var ekki mjög hress og Tómas grét, Kidda var illt í bakinu, Arnar kvartaði ekki mikið!

Inn komum við og ég skellti kvöldmatnum í pott, slátur takk fyrir. Tveir keppir af  hvoru. Þegar suðan kom upp var eitthvað fast í pottinum. Báðir blóðmörskeppirnir sprungnir... ÆÐISLEGT!!!

Góða skapið var að fjara út þarna. Þá ákvað ég að klára smákökudeigið..... gekk voða vel að skera niður. Allt í einu verður mér litið inn í ofninn.... eitthvað appelsínugult dreypir niður úr efstu plötunni. Ég ríf plötuna út og MAKA allt í appelsínum gulum lit...... Þá var vaxlitur undir - eða VAR vaxlitur.

Mér er allri lokið... hreint út sagt. Ég hef tvær spurningar

1. Hvernig sýð ég slátur sem er sprungt?

2. Hvernig næ ég vaxlit af gólfi, uppþvottavél, eldhúsinnréttingu og ofni??????

 


Óbeisluð fegurð og nýja þulan

Var að horfa á myndina sem gerð var um keppnina Óbeisluð fegurð.

Að sjálfsögðu eru þetta heimahagarnir og því skylduáhorf á þessum bæ. A.m.k. hjá mér.

Mér fannst þetta yndislegt! Svo sveitó og notalegt. Ekki verið að fara á taugum út af einhverjum smáatriðum sem kláruðust (eins og súpunni!).

Við glottum bæði þegar tískusýning var og fötin voru úr Hafnarbúðinni. Í Reykjavík héti þessi búð PUMA umboðið eða eitthvað í þá áttina! Einnig glotti ég út í bæði þegar alls konar miðar dingluðu neðan úr fötunumCool

Það eru mörg ár síðan ég kom síðast í félagsheimilið í Hnífsdal og sé að ég þarf að drífa mig þangað fyrr en seinna. Þar er gaman að skemmta sérTounge

Barði gröfumaður og Jón Guðni dómarar, menn sem maður hefur þekkt og vitað af síðan maður fór að labba (eða nánast). Þátttakendur voru margir hverjir einhverjir sem maður þekkir eða kannast við. Æskuvinir, bekkjarsystkin bróður míns og fólk sem maður kannast við af götunni.

Þetta er þessi vestfirski kraftur sem maður man svo vel eftir. Og því finnst mér alltaf svo grátlegt að sjá þennan kraft þverra út og fólk sitja eftir.

Þessar konur eru kjarnakonur, framkvæma það sem þeim dettur í hug. Mættu margir taka þær sér til fyrirmyndarWink

Þegar myndin var búin birtist á skjánum góð vinkona mín. En hún er ein af fjórum nýjum þulum á RÚV.  Það á eftir að vera voða notalegt að hafa hana þarna á skjánumSmile. Held að ég þurfi sjónvarp í svefnherbergið svo hún geti boðið mér góða nóttSideways...... En mín kæra - við þurfum að skella okkur í ísrúnt - það fer að vera kominn tími á nýjan bíl hjá mérGrin

 


Allt í drasli

Við mæðgin horfum saman á Allt í drasli á Skjá einum. Það bregst yfirleitt ekki að við förum að taka til eftir þáttinn.

Hins vegar er auga stráksa farið að vera ansi nærsýnt á rykið (ef hægt er að orða sem svo).

Við vorum saman hér heima í gær og ég var að skella í vél. Dró út þvottaefnis skúffuna - sem var einu sinni alveg hvít. Þá heyrist í syninum; Mamma, þetta er ekki nógu gott. Sérðu þetta svarta - þetta er sveppur. Þetta er ógeðslegt. Þú verður að þrífa þetta. Konan í sjónvarpinu segir það!

Ég varð hálf skömmustuleg og skellti skúffunni aftur. En nei nei hann var ekki búinn.

Svo kom það næsta: Mamma, þú þarft að vera duglegri að þrífa - sérstaklega UNDIR rúminu þínu!

Nú segi ég - já segir hann, það er svo mikið ryk þarna undir. Konan í sjónvarpinu hún er alltaf að kíkja undir allt. Ég gáði líka!!

Til að toppa þetta allt saman þá vill hann bara fá þau hingað heimLoL

Ég yrði þakklát - þá myndi einhver taka jólahreingerninguna mig Shocking


Lífið....

Er búin að vera voða skrítin í dag. Lífið í allri sinni mynd er mér eitthvað hugleikið.

Lítill vinur okkar hefur verið mjög mikið veikur á sjúkrahúsi og við foreldrarnir höfum reynt að hlífa þeim elsta við því sem er að gerast.  Þegar svona gerist fer maður að hugsa um allt og ekkert, líta til baka og kíkja ofan í skúffur. Jafnvel taka upp úr kössum - sem maður hélt að maður væri búinn að loka.

Eitt svoleiðis atvik gerðist einmitt í dag. Við vorum á heimleið  í bílnum og í útvarpinu  var eitthvað angurvært lag. Allt í einu fékk ég sting í hjartað og mér var hugsað til baka þegar yngsti strákurinn minn fæddist fyrir rúmu ári síðan. Þá kom ég í fyrsta sinn á vökudeildina til hans, eftir að hann var tekinn af okkur. Þarna lá hann litla greyið í hitakassa, eldrauður og grét sárt, svo sárt að það voru komin tár. Ekki mátti mamman taka hann upp, leggja á brjóst o.s.frv. 

Stingurinn við endurminningunum var svo sár að mér nánast vöknaði um augun. Minn skilningur á mínum tilfinningum vegna þessara veikinda stráksins hefur hingað til verið á þann veg, að ég sé búin að fara í gegnum þennan pakka og klára. En svo virðist aldeilis ekki vera.

Í kvöld kíktum við elsti í heimsókn á sjúkrahúsið til vinarins, hann eitthvað farinn að hressast. Þá sá maður hvað maður er heppinn að börnin manns eru heilbrigð og frísk. 

Held að maður ætti að vera duglegri að þakka fyrir þá sem maður á og hugsa vel um viðkomandi.


Andrea Bocelli

Síðastliðinn miðvikudag fékk ég símtal frá móður minni þar sem hún bauð mér með sér á tónleika. Þegar ég spurði hver væri að syngja þá sagði hún Andrea Bocelli. Ég varð eins og skrækjandi skólatelpa í símann og sagði að sjálfsögðu já takk!

Guð minn hvað þessi maður er guðdómlegurSmile.  Hann var heldur klassískur fyrir hlé, fyrir minn smekk, en frábær eftir hlé. Og hreint út sagt æðislegur í lokinn. Fékk alveg gæsahúð og pínu tár í augun líka. Fannst eiginlega ótrúlegt að ég væri að horfa á þennan mann syngja svo fallega. 

Þetta kvöld var hverrar krónu virði. Ég á bestu mömmu í heimiGrin


Bolungarvískt???

Sá frétt á vísi áðan þar sem lús kom inn á heimili nafngreindra hjóna í Bolungarvík.

Segir í greininni að  þetta sé ekki talið  BOLUNGARVÍSKT vandamál....

Eiga blaðamenn ekki að vera betur að sér í íslenskri tungu og málfræði en þetta?

Hvernig er statusinn á prófarkalestri innan blaðanna, hvort sem er mbl eða vísir?


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband