7.5.2007 | 21:53
Þriðji dagurinn
Nú er þriðji dagurinn að kvöldi og kominn og nýbúið að reka síðustu "rolluna" í rúmið.
Dagurinn byrjaði snemma. Minnsta vekjaraklukkan ákvað að þjófstarta kl 6.40, takk fyrir. Fyrir húsmóðurina er það heldur snemmt.
Það gekk stórslysalaust að koma grísunum á fætur. Það var reyndar stress í mömmunni því hún ætlaði með Arnar í bæinn, en það datt upp fyrir þegar hún mundi að í leikskólanum var sveitaferð. Bæjarferðin bíður því til morguns.
Dagurinn hefur gengið nokkuð vel fyrir sig. Að vanda á mánudögum var Mjallhvítar hittingur.
Seinnipartinn fórum við mæðginin í göngutúr með nýju kerruna. Arnar tilkynnti mér í bílskúrnum " ekki heim takk!". Þetta endurtók hann nokkrum sinnum og æstist þeim mun meira þegar á leið heim var heitið.
Áðan fékk ég mynd senda á símann minn. Sú mynd hefði getað farið með góða skapið út á hafsauga. En í staðinn ætla ég að fá mér ís makanum til samlætis og horfa á kvöldsólina. Hún hlýtur að ná sólinni í San Fransisco svona 30%....
Ég viðurkenni að ég er frekar þreytt eftir daginn. En ég skil ekki eitt - hvernig skipuleggja einstæðar mæður sig, þær þurfa að hugsa um börnin, svo þarf að hugsa um heimilið. Það á ég algerlega eftir . Kannski fæ ég stelpurnar til að taka til á miðvikudaginn
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.