Fræga fólkið:)

Ég ætlaði að vera svo ægilega sniðug að setja inn mynd af frægu fólki sem ég líkist. Tölvunördinn stóð sig ekki betur en það að það gekk ekkiGrin

Annars hef ég verið á fullu undanfarna daga að undirbúa mig undir sumarfrí fjölskyldunnar og legið í sólbaði. Er því bara hvít núna - ekki off white.

Í morgun fékk ég þá hugdettu að fara í göngutúr á nýja vinnustaðinn. Hann er hinu meginn í bænum. Af stað örkuðum við mæðginin. Á áfangastað komumst við eftir tæpar 40 mín. Ég ætlaði að taka svo strætó heim en rétt missti af honum. Því ákvað ég að labba til baka. Þegar ég var komin langleiðina langaði mig svo hriiikalega í hamborgara. Að ég VARÐ að láta undan freistingunni. En mikið sé ég eftir því núna..... borðaði á mig allar hitaeiningarnar sem ég brenndi (og er ég ekki að telja þær!).  Ég stend mig bara betur næst.  Í gærkvöldi tók ég fram hjólið mitt, hef ekki notað það í heilt ár. Lærvöðvarnir hafa greinilega líka verið í ársfríi.... þetta var ekkert grín Wink

Fyrr í kvöld var vorsýning í skólanum hjá syninum. Þar spilaði bekkurinn hans á blokkflautu. Voða flott. En senuþjófarnir voru 6 ára gömul börn sem sungu Heiðulagið úr Eurovision af mikilli innlifun. Þau voru æðisleg. 

Þá sjaldan eitthvað er að gerast í social lífinu kemur allt upp á sama dag. Á morgun er okkur boðið á tvo staði - á sama tíma. Það verður voða gaman.

Hún Beggý vinkona mín á afmæli í dag. Nú er hún búin að ná mér..... Við erum ennþá tuttugu og eitthvaðGrin. Til hamingju yndislega mín og njóttu kvöldsins.

kv. Húsmóðirin. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband