3.9.2008 | 20:46
Heimur hinna heyrandi.
Nú í kvöld sat ég við eldhúsborðið og gaf þeim yngsta að borða fyrir svefninn. Út undan mér sé ég hreyfingu við útidyra hurðina í eldhúsinu. Þar fyrir utan stendur hinn kurteisasti maður með einhverja miða í hendi.
Ég opna út og hann réttir að mér happdrættismiða til styrktar heyrnarlausum.
Ég kíki á miðana, SNÝ mér í BURTU og segi í leiðinni - já bíddu aðeins (gaurinn heyrir ekki - þið skiljið). Ég næ í veskið og rétti honum kortið. Hann rennir því í gegn og réttir mér afritið og penna með. Allt í góðu með það, ég kvitta og hann bendir á vélina - þá að spyrja hvort ég vilji afrit. Ég segi YES THANK YOU (gaurinn er heyrnarlaus - en alveg örugglega íslenskur!!).
Til að toppa vandræðalegheit mín þá gerir hann hreyfingu eins og ég sé að skrifa. Ég fer að líta í kringum mig, kortið í veskinu, kvittunin líka og happdrættismiðinn, og enn gerir hann skriftar hreyfinguna. Hana þurfti hann að gera einu sinni enn þar til ég rek augun í pennan á borðinu. Að sjálfsögðu þarf hann pennan til að geta notað posann.....
Ég var mjög fegin þegar ég lokaði dyrunum, og skammaðist mín niður í tær.
Sé fyrir mér næsta samkomukvöld hjá heyrnarlausum þar sem hlegið er af okkur heyrandi fyrir kjánaskapinn.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.