Gullgrafari.

Þegar maður á þrjú börn skiptir máli hvort stígvélaparið kostar 1600 eða 3000.

Í dag kom í ljós að sá yngsti var vaxinn hraðar upp úr sínum skóm og stígvélum en sá í miðið gerði. En hann vex reyndar afspyrnu hægt. 

Því ákvað ég að drífa mig í RL vöruhús (eftir smá skönnun í Hagkaup og var ekki til í að kaupa Latabæjar stígvél á fullt af þúsund köllum). 

Mér leið eins og gullgrafaraWoundering

Fyrir ykkur sem eigið ekki börn eða stærri börn., þá er það ekki þannig í RL vöruhúsi að öllum skóm sé skipulega raðað upp eftir stærðum, lit og gerð. Heldur er þeim sturtað í stóra kassa. Og ægir þar yfirleitt öllu saman.

Þar standa mæðurnar, eins og dósatýnslu fólk að nóttu til í miðborginni, og leita að skóm á ungviðið. Ég stóð þarna sjálf í dag í 20 mínútur. Og fann á þeim tíma EITT par af stígvélum númer 23. 

Mér var eiginlega allri lokið að þessum tíma liðnum, sá yngsti hafði dundað sér við að týna stígvél í körfuna og voru í henni ansi mörg pör af stígvélum af öllum stærðum - NEMA 23. Og sá í miðið dundaði sér við að endurraða dótinu, því honum fannst það svo illa skipulagt!!

En það sem mér fannst meiri frétt var að við 3 vorum öll vinir þegar við löbbuðum út. Enginn týndur, grátandi eða reiður.

Og það er afrekSmile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband