Tölvuleikurinn sleggjan...

Það er ekki alltaf tekið út með sældinni að eiga foreldra (eða ættingja) sem eru áberandi í íslensku þjóðlífi. Því hef ég oft fengið að kynnast. Hvort sem er á heimahögunum eða nú hin síðari ár í fjölmiðlum og á síðum netsins. 

Á mælikvarða sonar míns tók steininn úr á laugardagskvöldið. Þegar við, fjölskyldan, sátum og horfðum á frænda okkar í Spaugstofunni.  Allt í einu kemur þessi svaka fyndna lýsing á gaurum sem eru með tölvuleikjaþátt á Skjá einum. Og leikurinn sem var verið að kynna var tölvuleikurinn Sleggjan! 

Við fullorðna fólkið gátum nú hlegið og glott út í annað, en börnin sátu stjörf í sófanum og horfðu á afa sinn verða að gulum kalli með grænt hár, skjótandi alls konar merki. Sá elsti átti ekki til orð og var hálf sár að verið væri að gera grín að afa sínum.

Kosturinn við heim sonar míns er að hann áttar sig ekkert á því af hverju afi er í fréttum. Hann nennir ekki að lesa Fréttablaðið á morgnanna og ennþá síður að horfa á Sjónvarpsfréttir - nema hann sjá afa bregða fyrir.  Fegnust er ég þó fyrir það að hann lesi ekki bloggsíður. Þó ég hafi tekið þá ákvörðun að sneiða framhjá bloggsíðum sem rakka hann niður, kemst maður ekki hjá því að sjá og heyra það sem ákveðnu fólki finnst. 

Þá óska ég þess að pabbi minn væri Jón Jónsson úti í bæ. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Ég missti af þessum Spaugstofuþætti, kannski eins gott.

Ég held að flestir hljóti að geta fallist á það að fáir einstaklingar úr íslensku stjórnmálalífi hafa fengið jafn óvægna umræðu og níðskri eins og faðir þinn og bróðir minn. Ég hef ekki komist hjá því að lesa níðskrifin þar sem svo virðist sem sumir einstaklingar séu í fullri vinnu við að heimsækja bloggsíður landsmanna með sinn boðskap.  Þetta segir þó meira um þá sem skilja eftir sig slóðina en þann sem um er rætt. Í öllu falli er umræðan ekki málefnaleg og byggir á miklum ótta greinilega enda Kristinn mjög sterkur eintaklingur. 

Þú mátt vera stolt af því að vera dóttir föður þíns, ég er stolt af því að vera systir hans. Það er hins vegar oft erfitt, það skil ég vel.

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 30.9.2008 kl. 23:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband