14.7.2007 | 20:50
Óttalaus
Nú er ég langt komin með bók sem heitir Óttalaus eða Fearless. Mér skilst á betri helmingnum að kvikmynd hafi verið gerð eftir bókinni. Hana á ég eftir að sjá.
Þessi bók hefur eiginlega haldið mér fanginni í 3 daga. Bókin er um tvo einstaklinga sem lifa af flugslys og hvernig þau hjálpa hvort öðru að komast í gegnum þessa reynslu. Á köflum hefur hún verið þannig að ég hef ekki alveg náð að halda í söguþráðinn, en alltaf hef ég dregið bókina á eftir mér svo ég geti notað lausar stundir til að halda áfram.
Mér finnst bókin vel skrifuð og ná vel því hugarástandi sem fólk getur farið í þegar það lendir í svona áfalli. Maður sér fyrir sér það sem farþegarnir ganga í gegnum - og manni langar EKKERT um borð í flugvél!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.7.2007 | 20:41
Klukk!
Gat nú verið að maður yrði klukkaður...... damn you Sigrún.
Ég á víst að skrifa 8 atriði um sjálfa mig.
1. Ég er lengi í sturtu. Tel það "arf" frá Víkinni góðu þar sem heita vatnið var takmarkað.
2. Ég borða ekki allan mat. Sumir kalla það gikkshátt.
3. Ég er aðdáandi Rauðu seríunnar (vil taka að mér prófarkalestur hennar)
4. Ég er kennari.
5. Ég nenni ekki að horfa á stríðsmyndir. Rómans fyrir mig takk!
6. Ég vil búa í útlöndum.
7. Ég kann ekki mikið á línuskauta - samt smá.
8. Ég er prófessor þvottahúsanna
Ég klukka Erlu systir, Rut, Beggý, Svövu, Höllu mína, Jónas og Önnu Rún.
Díses þetta tók tíma!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.7.2007 | 14:02
Máttur netsins
Manni finnst stundum að með tilkomu netsins hafi heimurinn minnkað.
Sérstaklega þegar talað er um ungt fólk sem hefur tileinkað sér kosti þess.
Það hefur sést best síðastliðið ár (eða svo) þegar ungt fólk sem veikst hefur alvarlega hefur fengið útrás fyrir tilfinningar sínar á bloggsíðum sínum. Þessi skrif hafa fengið margan manninn til að staldra við og þakka fyrir það litla sem gerist í lífinu.
Hugrekki þessara einstaklinga hefur brotið niður múr þagnarinnar sem hefur snúið að veikindum og jafnvel hugleiðingum um dauðann.
Undanfarnar vikur og mánuði hafa þó nokkrir einstaklingar fallið frá sem hafa sett hugleiðingar sínar á netið. Síðasta frétt þess efnis er hún Hildur Sif sem bloggaði hér á Moggablogginu.
Svo eru einnig aðrir ungir einstaklingar sem hafa kvatt þetta líf eftir erfið veikindi, en hafa ekki farið á netið með sín veikindi. Í Morgunblaðinu í dag eru minningargreinar um ungan mann sem lést eftir erfið veikindi.
Við sem stöndum í argaþrasi dagsins, barnauppeldi, þrifum og eldamennsku ættum að taka okkur smástund og þakka fyrir það sem við höfum. Því ekki eru allir svo heppnir.
Megi sá sem öllu ræður vera með aðstandendum þessa unga fólks.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.7.2007 | 21:16
Ferðasaga síðustu helgar
Um síðustu helgi var ákveðið að fara með börnin í útilegu. Ferðasagan er svona eftir mér.... ekki alveg fullkomin
Við lögðum af stað úr bænum fyrripart laugardags. Þegar við vorum að renna í Borgarnes fannst okkur Snæfellsnesið svo skýjað og asnalegt, að við ákváðum að renna í Skorradal. Þegar við komum í Selsskóg var svæðið fullt af skuldahölum, bæði hjólhýsum og jeppum. Við ákváðum að tjalda ekki þarna og fórum af stað til baka. Renndum við á Hvanneyri en þar var ekkert tjaldstæði, svo var það Borgarnes og þar var það við þjóðveg 1. Sem er ekki í boði!
Krakkarnir voru orðnir hundleiðinlegir í aftursætinu og ástandið frekar tæpt í bílnum. Sjáið fyrir ykkur fullan bíl af fólki og dóti með konuna í framsætinu með stórt kort sem skyggir á útsýni bílstjórans. Og börnin öskrandi í aftursætinu....það vorum við :)
Við ákváðum þá að halda okkar plani og fara á nesið. Við skoðuðum vel hvert skilti sem við keyrðum framhjá til að gá hvort væri tjaldstæði. Við fundum eitt sem var við Snorrastaði, þar renndum við upp að, enginn þar og fannst okkur það ekki traustvekjandi. Áfram keyrðum við og suðumarkið í bílnum fór sífellt lækkandi, svo sauð upp úr öðru hvoru. Við vorum að spá í að keyra heim!
Þá sáum við Eldborg og Laugagerðisskóla. Þannig að við ákváðum í snarheitum að fara þangað. Þar var mikið af fólki á tjaldstæðinu, við fundum stað rétt hjá leikdóti barnanna.Við rigguðum upp tjaldinu í rokinu. Þá fórum við að átta okkur á hávaðanum í börnunum, sem var ekki lítill. Þá kom í ljós að þarna var ættarmót. Fyrir mig var ákveðið að við færum til baka á Snorrastaði, við vildum frekar vera ein heldur en að hafa öskrandi börn til miðnættis og þá tækju foreldrarnir við. Tjaldið var rifið niður og öllu hent í bílinn (reyndar raðað MJÖG vel svo allt kæmist fyrir). Snorrastaðir voru yndislegir, við fengum bara að tjalda þar sem við vildum. Ég bræddi einhvern gamlann kall sem þarna átti heima. Þegar hann sá að ég var með fullan bíl af börnum varð ég kona að hans skapi! Við tjölduðum á leikvelli, þar sem voru alls konar leiktæki. við vorum bara ein í heiminum og mikið betra veður en á Eldborg. Reyndar varð Arnar frekar fljótt slappur eitthvað. Honum var kalt og alveg ómögulegur, hann var s.s. kominn með sinn mánaðarlega hita. Hann sofnaði um 19.30 á laugardagskvöldinu og svaf meira og minna til mánudagsmorguns. Útilegan varð því frekar róleg fyrir vikið:) Þegar við vöknuðum á sunnudagsmorgninum var skýjað og kalt og vegna Arnars var ákveðið að drífa sig heim. Tómas var eins og hann hafi aldrei gert neitt annað. Við erum því með nokkrar útilegur í viðbót á dagskránni.... ásamt því að kaupa tengdamömmubox, svo ég geti keypt borð og stóla og fleira útilegu dót:P
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.7.2007 | 11:10
Sumarfrísmyndirnar

Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.7.2007 | 17:30
Fáklæddar konur fyrir manninn!
Þegar ég kom inn áðan sá ég tilsýndar á gólfinu einhvern pésa með fáklæddri konu utan á.
Ég varð, eðlilega, mikið forvitin og náði í pésann til að skoða "gripinn" betur. Þá kom í ljós að sá aðili sem átti að fá þennan pésa var EKKI ég! Heldur Mr. Haukur Hardarson.
Þetta var einhver auglýsingabæklingur frá Victorias Secret! Kominn langa leið til að minna Mr. Haukur á útsöluna sem er hjá þeim núna.
Ég hef óljósan grun um að Mr. Haukur hafi ENGANN áhuga á útsölunni þeirra og vilji helst að kort frúarinnar verði læst inni í skáp.
Ástæða þess að makinn fær sendar heim myndir af klæðlitlum konum er sú að þegar ég pantaði á netinu í vor og lét senda á hann varð ég að nota kortið hans, korthafi og viðtakandi varð að vera sá sami. Nú er makinn eðal viðskiptavinur VS .
Spurning hvað honum finnst um það!
Þetta er sambærilegt við það að ég fengi þennan fína póst frá Bílanaust.......
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.7.2007 | 22:29
Eitt barn á mann hjá tryggingafélögunum
Við skötuhjú erum að breyta bílstólum í bílnum hjá okkur. Við eigum nefnilegast 3 börn og einn Subaru Legacy. Því þarf að raða stólunum haganlega í bílnum svo allir komist fyrir.
Nú er svo komið að sá yngsti þarf stærri stól. Við ákváðum að halda öðrum stól sem fyrir var á leigu hjá okkar tryggingafélagi og nýta okkur annað tilboð sem var í boði hjá þeim.
Tilboðið hljóðar svo að þú getir valið að fá leigðan stól eða keypt nýjan með 40% afslætti. Við höfðum tekið eftir smáu letri þar sem stóð að tilboðið væri hægt að nýta einu sinni. Á þeim tíma spáðum við ekki mikið í það.
Nú fórum við að skoða nýja stóla fyrir miðjubarnið og komumst þá að því að þar sem við vorum með stól á leigu hjá þeim áttum við ekki rétt á þessum 40% afslætti, þar sem við vorum með stól á leigu. Stúlkan í búðinni bauð okkur stól með 20% afslætti.
Mér finnst þetta afar athyglisvert mál, því svo virðist sem þetta tryggingafélag okkar geri bara ráð fyrir því að maður eignist eitt barn.
Hvað með okkur hin sem virðumst fjölga okkur eins og kanínur og þurfum meira á þeim að halda?!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.6.2007 | 15:30
Bleikir steinar
Ég hef verið að reyna að koma mér inn í samfélagið eftir dvölina á Tenerife.
Ég sá frétt þess efnis að þingmenn NV kjördæmis hefðu fengið afhenta bleika steina í e.k. jafnréttisskyni. En engin kona er þingmaður NV kjördæmis.
Hefðu þessi verðlaun ekki átt að fara til kjósenda NV kjördæmis. Það eru jú þeir sem kusu kallana alla saman?
Annars get ég alveg geymt bleika steininn sem fór á Traðarstíginn..... hann sómir sér vel hér innan um alla bláu karlanna á heimilinu
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.6.2007 | 15:28
Komin heim úr sólinni
Nú erum við fjölskyldan komin heim úr sólinni á Tenerife. Húsmóðirin var eiginlega dregin heim. Hefði svo viljað vera viku í viðbót. Þessi staður er hreint æði og er ég komin með Steinunni vinkonu minni í aðdáendaklúbb Tenerife.
Við lögðum í hann kl 3 um dag þann 6.júní. Börnin höguðu sér vel, sérstaklega miðjubarnið. Sem er með eindæmum líflegt! Þeir skiptust á að sofa bræðurnir, en pössuðu sig á að sofa ekki á sama tíma.
Hótelið var æðislegt. Þar vorum við í hálfu fæði, svo það var eldað fyrir mig tvisvar á dag, þrifið hjá mér á hverjum degi og börnunum skemmt frá 11 á morgnanna til 11 á kvöldin.
Feðgarnir voru duglegir að gera sér ýmislegt til dægradvalar. Þeir fóru í go kart, í Jungle Park sem er e.k. dýragarður, á hjólabát, jet ski, vatnagarð o.s.frv. Ekki komst húsmóðirin með í allt þar sem sá yngsti gat ekki alltaf drösslast með. Húsan eyddi því þeim tíma yfirleitt í sólbað. En tími til þeirra hluta var ekki mikill, svo sá litli tími var nýttur vel.
Það kom mér á óvart hvað þessi staður er fjölskylduvænn, rólegur og alþjóðlegur. Þarna voru búðir á borð við Söru, Benetton, matsölustaðir eins og McDonalds (sem ég kalla reyndar ekki mat), Burger King o.s.frv.
Það var ekki dýrt að versla þarna fannst mér - miðað við hér heima. Enda bar farangur samferðamanna okkar það með sér að konunum leiddist ekki í búðum! Haukur minn býr bara svo vel að konan hans kann að pakka og fórum við 5 með tvær töskur út og bættist engin við úti. En það var pakkað betur í þær og nánast þurfti að setjast á þær til að loka þeim.
Því eru búnir 14 góðir dagar af sumrinu hjá okkur og einhver ný ævintýri sem taka við. Myndir úr ferðinni telja einhver hundruð og er ég að fara í gegnum þær til að setja inn á síðu strákanna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.6.2007 | 10:43
Gömul,gráhærð með staf!
Í gær var ég boðuð í Lágafellsskóla, þar sem ég mun kenna 6.bekk á næsta skólaári.
Þegar ég labba inn í kofann (já skólastofan þeirra er í kofa) heyri ég þarna kemur gamla gráhærða konan með stafinn. Ég áttaði mig nú ekki á þessum húmor. En fékk skýringuna stuttu síðar;
Börnin voru búin að spyrja mikið um nýja kennarann og alls konar pælingar höfðu fengið að fljúga um loftið. Ein pælingin var m.a. sú hvort kennarinn væri gömul og gráhærð. Kennarinn þeirra svaraði já og með staf.
Ég veit ekki hvort það var undrun eða feginleiki sem fór um liðið þegar ég labbaði inn. Svo dundu spurningarnar á mér. sú fyrsta veit ekki á gott - hefurðu kennt bekk áður?! Ég svaraði því að sjálfsögðu neitandi - en þetta gæti verið fyrsta tilraunin til að láta mig svitna í haust.
Farin að þrífa
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)